3145 - Sjónvarp allra landsmanna

Sennilega verður „sjónvarp allra landsmanna“ svona hundleiðinlegt í allt sumar. Í vetur var stundum hægt að horfa á það á föstudögum og jafnvel hægt að hlusta á útvarpið einstöku sinnum.

Ætlaði einmitt að vera svolítið jákvæður í dag en það er erfitt núna þegar ekki gengur á öðru en banvænum skotárásum, afsögnum og stríði. Jafnvel pólitíkusar komast upp með að fresta öllu og skipa nefndir um eitthvað sem hefði átt að vera búið að kippa í lag fyrir löngu. Muna kannski einhverjir eftir bankasölunni sem öllum kom saman um að hefði verið misheppnuð að flestu leyti. Einhver stofnun átti að skila áliti sínu á því máli í Júní síðastliðnum (eða var það kannski í Júní eftir nokkur ár?)

Sennilega verð ég að láta þetta duga fyrir júlí. Ég nenni eiginlega ekki að standa í þessu bloggveseni núna, en það getur reyndar breyst hvenær sem er.

IMG 3945Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband