3146 - Úrelt hegðun

Sé að ég hef sett sömu myndina á tvö síðustu blogg. Ég sæki alltaf þessar myndir á Moggabloggið og hef tekið þær allar sjálfur, svo ég þarf ekkert að hugsa um höfundarrétt. Talan sem er á undan fyrirsögn allra minna blogga er hlaupandi raðtala þeirra blogga sem ég hef sett á Moggabloggið. Komið hefur fyrir að ég ruglist í því en venjulega er það með því fyrsta sem ég geri þegar ég undirbý næsta blogg. Myndirnar rugla mig frekar því þær sæki ég á Moggabloggið um leið og ég set upp nýtt blogg og endurbirti þær þar. Bloggin sjálf skrifa ég í word og afrita þau svo með ctrl-c og ctrl-v.

Þetta er nú um það. Ég veit ekki hvað ég ætti að blogga um næst. Kettlingurinn sem ég sagði frá um daginn er hér ennþá, en hverfur sennilega á braut í þessari viku. Ekki er víst að ég bloggi meira fyrr en seinni partinn í Ágúst.

Margir eru óstjórnlega gáfaðir þegar rætt er um stríðið í Ukrainu og afleiðingar þess, en ég ætla ekki að hætta mér í þann söng. Auðvitað eru margir sem þekkja betur til í því efni en ég. Ekki er samt víst að þeir sem mest skrifa um þau mál séu þeir sem mest vit hafa á þeim.

Þetta er ágústinnleggið mitt ef ekki reynist verða breyting á blogghegðun minni. Vissulega eru blogg úrelt, en það er ég nú að verða líka.

IMG 3937Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband