3144 - Meira um kisu litlu.

Þessari „krúttsprengju“, sem ég talaði um í síðasta bloggi tókst í gær að koma mér í þau vandræði með lyklborðsást sinni að ég gat ekki notað tölvuna mína fram eftir degi í gær. Komst að því eftir langa yfilegu, að með því að róla sér í snúrum og japla á þeim hafði henni tekist að losa um snúruna sem tengir skjáinn við tölvuna.

Kisan heitir reyndar „Sprite“ (Fjarskírð frá Florida) var okkur sagt og er stelpa eins og krakkarnir mundu segja. Þetta litla stýri sem við Áslaug björguðum úr klóm Fernandos hins fjöruga þrífst á athygli annarra og klifrar gjarnan upp eftir fótunum á manni (með beittar klær) og Áslaug vill gjarnan að heiti „Doppa“, því hún er bæði með doppu á maganum og á trýninu.

IMG 3945Ég gæti lengt þetta blogg verulega með allskyns „kisusögum“, en það væri nú ekki í stíl Dabba frænda.

Stutt blogg eru skemmtilegust og hafa þann ótvíræða kost að það er fljótlegt að lesa þau. Ég er semsagt hættur.

Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband