3139 - Kosningar

Um síðustu helgi voru víst sveitarstjórnarkosningar. Ég og við hjónin neyttum ekki atkvæðisréttar okkar og er slíkt nýlunda mikil. Ég held svei mér þá að ég hafi hingað til alltaf kosið, bæði í sveitarstjórnar og alþingiskosningumm, þegar ég hef haft tækifæri til. Og það hefur satt að segja verið talsvert oft. Einu sinni held ég að við hjónin höfum kosið utan kjörstaðar. Sú kosning fór á þeim tíma fram í Laugardalshöll. Að þessu sinni vorum við að vísu fjarverandi á kosningadag, en fannst ekki taka því að kjósa með utankjörfundarhætti. Auðvitað hefðum við getað komist að því hvar slík kosning fór fram hér á Akranesi, þó því væri (kannski viljandi) ekki haldið að fólki. En við gerðum það samt ekki.

Ukrainustríðið heldur áfram. Sennilega mætti halda því fram að þetta væri einskonar proxy-stríð, því óneitanlega styðja NATO-þjóðirnar Ukrainu með ýmsum hætti, en láta þarlenda um að berjast og bera alla eyðileggingu og mannfall. Rússar með Pútín í fararbroddi eru í þann veginn að fara illa útúr þessu öllusaman og fáir Evrópubúar munu gráta það. Satt að segja er það furðulegt hve fordæmingin á Rússum er sterk og útbreidd, miðað við önnur stríð.

Alveg er ég hissa á (hvítu móður-málinu) Að taka listaverk annars manns ófrjálsri hendi og gera að sínu eigin álít ég, að geti aldrei talist annað en þjófnaður. Álit dagsins á því hvað sé  rasismi skiptir engu máli. Víðast hvar þar sem styttufellingar hafa tíðkast, held ég að það hafi gerst á vegum löglegra yfirvalda og á svæðum sem þau telja sig ráða yfir.

IMG 3841Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband