3137 - 120

Til stendur að heimurinn verði kolefnishlutlaus (tískuorð) árið 2050. Það hefur mér a.m.k. skilist. Öll stórveldin (5 eða 10 að tölu) munu fresta öllum aðgerðum í þá átt til 2049 og finna til þess ótal ástæður. Flestar verða þær afar skynsamlegar.

Hvað eiga smáríki eins og t.d. Ísland að gera í millitíðinni? Þessi spádómur er e.t.v. óhóflega svartsýnn, en enhvern vegin á þennan veg má alveg búast við að fari varðandi hnatthlýnunina.

Mannkyninu fjölgar verulega á þessu tímabili. Hjá því verður alls ekki komist. Áður en langt um líður mun væntanleg hnatthlýnun verða mjög stórt stjórnmálalegt vandamál í flestum ríkjum heims.

Kannski er svarið fyrir okkur Íslendinga að moka ofan í nógu mikið af skurðum. Skilst að ágóðinn af því hafi verið ofmetinn á svona norðlægum slóðum.

Svo getum við alltaf selt kuldann. Hann verður verðmætur að lokum. Síbería gæti orðið ríkasta og fjölmennasta ríki veraldar. Er Pútín kannski að bíða eftir því?

Þetta gæti sem best orðið maí-innleggið mitt. Um að gera að blogga öðru hvoru. Geta sagt að bloggið manns sé með þeim elstu á Moggablogginu. Kannski ég fari að auka bloggstarfsemina. Þetta hef ég tilkynnt svo lengi að allir (hundrað eða svo) hljóta að vera hættir að taka mark á því. Þetta með hundraðið minnir mig á vísuna þekktu, sem er svona:

4 8 5 og 7
14 12 og 9
11 13 eitt og tvö
18 6 og 10.

Fyrir langalöngu var talað um stórt hundrað, en ekki lengur.

IMG 3783Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

There once was a man from Kentucky,
who in Thailand got very lucky,
like hamburger Tom,
oft þar aulinn kom,
og ólifnað margan hann sökk í.

Þorsteinn Briem, 30.4.2022 kl. 23:25

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég var að lesa athygliverða grein þar sem greint er frá því að hlýnun hafi fækkað dauðsföllum umtalsvert á Bretlandi. Kæmi ekki á óvart að svipað væri uppi á teningnum hérlendis, enda löndin bæði köld og blaut. En færri dauðsföll þýða fleira fólk, sem aftur þýðir meiri hlýnun, og þá verður ennþá fleira fólk því færri hrökkva uppaf. Vítahringur? Eða erum við kannski ekki að horfa á rétta markmiðið?

Þorsteinn Siglaugsson, 30.4.2022 kl. 23:49

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Lánsami Tommi var lucky
og liðuga konu þar fann.
Í syndahverinn þá sökk í
og sælulækurinn rann.

Sæmundur Bjarnason, 1.5.2022 kl. 08:51

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, Siglaugsson það er margt athyglisvert sem kemur í ljós ef dauðsföll eru athuguð sérstaklega. Mér finnst samt nokkuð lagt seilst hjá þér ef loftslag á  Englandi er lagt að jöfnu við það sem er hér á Íslandi.

Sæmundur Bjarnason, 1.5.2022 kl. 08:57

5 identicon

Er hnatthlýnunin kannski hið besta mál, fjölgar Bretum og fækkar Indverjum?yell 

Hörður Þormar 2.5.2022 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband