3135 - Ívar Hlújárn

Það er nú svoleiðis með mig. Held að sumir lesi bloggið mitt stundum, en sennilega fáir alltaf. Samt ætla ég að halda áfram. Þó ég noti fingrasetninguna sem ég lærði hjá henni Hildigunni að Bifröst fyrir margt löngu, já skömmu eftir miðja síðstu öld, þá horfi ég núorðið jafnan á stafina jafnóðum og þeir birtast á síðunni. Það gerði ég ekki forðum daga. Þá var ég líka yngri og hraustari. Man að ég svaraði auglýsingu, sennilega í Mogganum, þarsem boðin voru skipti á kvikmyndatökivél og ritvél. Þar lét ég Hrafn Gunnlaugsson fá Erica-ritvélina mína og fékk í staðinn kvikmyndatökuvél sem hann hafði fengið að gjöf. Þetta var nú bara smá namedropping hjá mér þó mér leiðist slíkt hjá öðrum. Svona er ég nú inbilskur og sjálfhverfur.

Þó ég hafi eitt sinn haft furðumikinn áhuga á myndatökum allskonar missti ég þann áhuga og fékk í staðinn bókaáhuga mikinn og las næstum yfir mig eins og sagt er. Enn þann dag í dag á ég fyrstu bókina sem ég las á ensku. Sem krakki las ég náttúrulega bara íslensku og þar var sagan af Ívari Hlújárn eftir Walter Scott í miklu uppáhaldí hjá mér. Las hana oft og lærði næstum því. Enn standa riddararnir Breki og Brjánn mér lifandi fyrir hugskotsjónum, að ógleymdum Ríkharði ljónshjarta.Tölum ekki um Sjóðrík og Rebekku hina fögru.

Man ekkert hvað ég ætlaði að skrifa um að þessu sinni og læt þetta því nægja.

IMG 3706Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður notaði ekki rétta fingrasetningu á vélritunarprófinu hjá Pikkólínu í Landsprófi í Héraðsskólanum í Reykholti í Borgarfirði og var með 90 slög á mínútu með tveimur fingrum, eða eitt og hálft slag á sekúndu. cool

Þorsteinn Briem, 19.4.2022 kl. 00:46

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Var ekki Ívar Hlújárn saxi og andstæðingar hans og afbrýðismenn normannar?

Guðjón E. Hreinberg, 19.4.2022 kl. 04:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband