3117 - Formúla eitt

Á sínum tíma fylgdist ég með formúlunni af miklum áhuga. Síðusu árin hef ég ekkert fylgst með henni. Michael Schumacher er þó enn nokkurs konar dýrlingur hjá mér. Louis Hamilton er vissulega mjög góður ökumaður. Síðasta reis þessa árs sem haldið var í Abu Dhabi um síðustu helgi hefur eflaust verið afar dramatískt. Honda er enn, að ég held, með bestu vélarnar. Geri ekki upp á milli Mercedes og Red Bull.

Áður fyrr var þvi haldið fram að til að vinna reis þyrfti góðan bíl, góða vél, og góðan ökumann. Nú hefur það fjórða bætst við. Góður reis-stjórnandi er mikilvægur líka. Reglugerð sú sem stjórnar því hvernig bílarnir mega vera og þess háttar er afar ófullkomin þó þar sé oft deilt um örlítið brot úr millimetra og þúsundasta part úr sekúndu.

Stjórnandi síðasta mótsins fyrir þetta ár hefur sennilega verið að hugsa um að gera þetta alltsaman sem mest spennandi fyrir sjónvarpsáhorfendur, en ekki haldið með Max Verstappen sérstaklega. TV er orðið of ráðandi í flestu og peningarnir eru þar.

Sjálfur er ég allsekki hlutlaus í þessu og af einhverjum ástæðum er ég alltaf heldur á móti Englendingum í að minnsta kosti íþróttum.

Max Verstappen er sennilega Hollendingur og sonur Jos Verstappen sem var Formúlu eitt ökumaður þegar ég fylgdist með henni.

IMG 4071Einhver mynd. (Ekki af Englendingum einsog síðast)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband