3118 - James Webb sjónaukinn

Mér finnst óneitanlega dálítið hamlandi að mestmegnis skuli vera skrifað um stjórnmál hérna á Moggablogginu. Auðvitað er það svo að allir eru að rembast við að sýna sínar bestu hliðar. Séu menn leiðinlegir, neikvæðir, ljótir, syndugir eða almennt gallaðir á einhvern hátt er óþarfi að það komi í ljós hér. Allir reyna að vera sanngjarnir og á allan hátt jákvæðir, sniðugir og gáfaðir í blogginu sínu eða á fésbókinni. Bloggið og samfélagsmiðlarnir gagnast þeim sérstaklega vel, sem vilja halda sambandi við sem flesta og sem lengst. Unglingarnir og börnin geta að sjálfsögðu orðið illilega fyrir barðinu á þessu öllu saman, því svo auðvelt er að hafa samband við hvern sem er og þar að auki er hverskyns ógeðslegheit auðvelt að nálgast á veraldarvefnum eða Internetinu, sem flestir kalla svo.

Sennilega verður James Webb stjörnusjónaukanum skotið á loft einhvern næstu daga. Hann mun koma til með að leysa Hubble sjónaukann af hólmi og er miklum mun öflugri og dýrari en hann. Segja má að stjörnuspekingar heimsins hafi beðið eftir þessu augnabliki nokkuð lengi. Sífellt hefur verið frestað að skjóta þessum sjónauka á loft og smíði hans hefur tekið langan tíma. Jafnvel ein 25 ár. En nú er meiri alvara í þessu en oft áður. Búið er að koma honum fyrir í þeirri eldflaug sem á að skjóta honum á loft. Tunglið er meðal annars það sem verður að reikna með. Aðdráttarafl þess gæti truflað. Braut Webbs mun nefnilega verða miklu lengra í burtu en mánans og ekki verður hægt að komast að honum til að gera við hann einsog var og er hægt með Hubble. Jólin og áramótin skipta litlu í þessu sambandi.

IMG 4068Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband