3111 - Voltaire

Sumir segja að heilbrigðismálin séu í algjörum ólestri og stórhættuleg hér á Íslandi. Aðrir segja að greinilega séu heilbrigðismálin á Íslandi þau langbestu í heiminum. Ómögulega getur hvorttveggja verið rétt. Hugsanlegt er að sannleikurinn sé einhversstaðar þarna á milli. Ekki ætla ég mér þá dul að segja hvoru megin við miðjuna sá sannleikur er.

Illa virðist ganga að mynda ríkisstjórn hér. Líklegast er þó að það takist fyrir rest og næstu fjögur ár verði nokkurnvegin eins og þau síðustu fjögur. Kannski má draga kófið mikla frá og líklegt er að skuldir ríkissjóðs reynist erfiðar. Svo má alveg búast við að loftslagsmálin verði mikið til umræðu. Ekkert bendir til bættra lífskjara. Þau hafa samt batnað mikið undanfarna áratugi ef rétt viðmið eru fundin.

Stuttu bloggin eru skást. Það er að segja ef oft og reglulega er bloggað. Það ætla ég að reyna að gera.

Um þessar mundir er ég að lesa Birting eftir Voltaire í þýðingu Halldórs Kiljan Laxness í útgáfu Bókmenntafélagsins frá 1975. Athyglisverð bók. Hissa á því að ég skuli ekki hafa lesið hana fyrr. Las í eina tíð allt sem ég gat komið höndum yfir og hafði einhvern smááhuga á. Man meðal annars eftir að hafa lesið ástarsögu eftir Ib Henrik Cavling sem var afar vinsæll höfundur í eina tíð. Forspjall Þorsteins Gylfasonar á undan texta Voltaires er líka áhugavert.

IMG 4173Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband