3100 - Kvikmyndir o.fl.

Þetta blogg virðist vera númer þrjú þúsund og eitt hundrað. Kannski ég fari að hætta þessum ósköpum. Það er varla nokkrum bjóðandi að pæla í gegnum þetta allt. Að minnsta kosti treysti ég mér ekki til þess. Hvað skyldi ég annars einkum hafa skrifað um? Gaman væri að vita það. Mest finnst mér að ég hafi skrifað um alþjóðamál. Tilgangurinn hefur sennilega verið að sýnast voða gáfaður. A.m.k. hef ég ekki verið að fræða lesendur mikið. Í mesta lagi að ég hafi vakið einhvern sagnfræðilega áhuga hjá þeim sumum hverjum.

Þegar ég fór í hjartaþræðingu á Landsspítalanum í síðustu viku, var mér skipað að taka af mér giftingarhringinn. Þessari ósvinnu hafði ég ekki orðið fyrir í marga áratugi. Sennilega bara alveg síðan ég gifti mig. Mér tókst þetta samt eftir talsverða fyrirhöfn með kremi og sápu sem mér var útvegað á staðnum. Þræðingin sjálf gekk vandræðalaust fyrir sig og þar sem ég mátti ekki keyra var ég ferjaður til og frá Akranesi.

Fyrir all-löngu sá myndina „Afinn“ með Sigurð Sigurjónsson í aðalhlutverki. Þessi mynd var sæmilega góð. Vel leikin að minnsta kosti. Áður fyrr á árunum var það mjög til siðs hjá mér og sennilega mörgum öðrum að sjá allar íslenskar kvikmyndir. Til dæmis sá ég á sínum tíma bæði „Síðasta bæinn í dalnum“ og „Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra“ ásamt „Nýju hlutverki“. Í seinni tíð er ég alveg hættur þessu og læt nægja að horfa á íslenskar kvikmyndir, (sem eru ótrúlega margar) í sjónvarpinu. Það er að segja oftast nær og ef þær eru sýndar á kristilegum tíma. Held ég hafi hætt þessu um það leyti sem kvikmyndin „Húsið“ var auglýst sem mest. Sú mynd fannst mér ekki hafa nokkurn tilgang. Íslenskar sjónvarpsseríur finnst mér fremur lélegar. Til dæmis treysti ég mér ómögulega til að horfa á „Kötlu“ til loka. Það var nú ljóta hringavitleysan.

IMG 4298Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband