3099 - Gengilbeinur aflagðar

Næsta stig í sjáfvirkni (eftir pokasvæðið alræmda) verður liklega að gengilbeinur verða með öllu aflagðar og þjónar jafnvel líka. Reyndar hefur það lengi tíðkast á ódýrari veitingastöðum að láta viðskiptavinina (les: þrælana) ná í matinn sinn sjálfir og borga hann jafnvel fyrirfram. Hvers vegna skyldu aðrir veitingastaðir ekki taka upp á þessu sama. Er nokkur hemja að vera að borga þeim laun sem gera lítið.

Las um daginn söguna Kórvilla á Vestfjörðum sem ku vera eftir Halldór Kiljan Laxness. Sennilega hef ég lesið hana fyrir ævatöngu, en ekki skilið hana almennilega þá. Satt að segja er þessi saga algjör snilld og hægt að segja að hann lýsi vel ruglinu í gamalli kerlingu. Það er engin tilviljun að hún skuli vera eftir sjálft Nóbelsskáldið. Hef löngum haft horn í síðu Halldórs Laxness. Það er að segja mér hefur fundist stóru skáldsögurnar hans virkilega góðar en það sem hann hefur skrifað eftir Brekkukotsannál vera óttalegt bull og sjálfsupphafning. Einkum hefur mér fundist leikritin hans afspyrnu léleg. Og kristihald undir Jökli mestan part óttalegt bull.

Hver er munurinn á Sunni og Shia? Þessu hef ég velt fyrir mér dálítið að undanförnu án þess að komast að niðurstöðu. Mín helsta niðurstaða er sú að þegar trúarbrögð (tala nú ekki um öfgafull trúarbrögð) hafa mikil áhrif á stjónarfar séu þau alltaf til bölvunar. Alveg sama hvort um er að ræða Sunni, Shia, Kaþólsku eða Mótmælendatrú. Best hlýtur að vera að láta iðkendur trúarbragða sem mest í friði. Að minnsta kosti meðan þeir drepa ekki hvern annan.

IMG 4324Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband