1.9.2021 | 10:41
3097 - Kosningar
Í dag telst mér til að sextíu og þrjú á séu síðan Íslendinar færðu landhelgi sína út í tólf mílur. (Af hverju er miðað við mílur en ekki kílómetra?) Ég hef væntanlega verið sextán ára gamall þá. Man eftir að þegar þetta var, þá var ég að vinna hjá Gunnari í Álfafelli. Var sennilega að þvo kalkskyggingu af heima- og elstu gróðurhúsablokkinni hjá honum. Eftirminnilegur dagur. Íslendingar æstir úr hófi fram og miklir Bretaandstæðingar.
Þó ég muni eftir ýmsu úr landhelgisstríðunum er ekki ástæða til að fjölyrða um það hér og nú. Knattspyrna sem alltaf var kölluð fótbolti í denn, virðist vera mál málanna nú um þessar mundir. Mér finnst fótboltinn ekki einu sinni vera merkilegasta íþróttin á Íslandi. Útbreidd er hún að vísu. Því er ekki nokkur leið að mótmæla.
Fylgdist svolítið með stjórnmálaumræðunum í gærkvöldi. Finnst leiðtogar flokkanna forðast of mikil að tala um vinstri og hægri stefnur í þessu sambandi. Margir kjósa í samræmi við þau stefnumál. Of mikil einföldum felst í því að gera ráð fyrir að þeir merkimiðar tákni eingöngu mikil eða lítil ríkisafskipti. Margt fleira getur falist í þessum stefnuskilgreiningum. Kjósendur gerðu kannski réttast í því að skilgreina með sjálfum sér hvort stefna tiltekinna flokka er meira hægri eða vinstri sinnuð. Talsmenn þeirra vita það greinilega ekki og kjósendur upp og ofan hafa mun meira vit á þessu en þeir.
Sjálfur hneigist ég meira til vinstri, að því er mér finnst, og mun meðal annars líklega kjósa Píratana þess vegna. Já, en þeir eru ekki vitund vinstri sinnaðir kynni einhver að segja. Því er til að svara að hver og einn ætti að ákveða hvort honum finnst flokkur vera hægri eða vinstri-sinnaður. Jafvel er hægt að ímynda sér að einhverjir álíti Sjálfstæðisflokkinn vinstri sinnaðan.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Repúblikanar vestan við okkur og íhaldsmenn í Bretlandi austan við okkur mundu seint telja Sjálfstæðisflokkinn hægri flokk.
Sósalístar reyna að markaðsetja sig sem öfgavinstri flokk en dásama um leið Samvinnuhreyfinguna hans Jónasar frá Hrifu
Ja það er von að maður skilji ekki upp né niður (norður-suður á landakorti) í þessum umhleypingum frekar en afhverju mengun frá kolaálverum í Kína er ekki talin með í útreikningum Pírata á gróðurhúsalofttegundum
Grímur Kjartansson, 1.9.2021 kl. 17:03
Ertu að segja að Hriflu-Jónas hafi ekki verið vinsri sinnaður? Eru kannski líka að segja að Bjarni Benediktsson (sá langi en ekki sá stutti)sé eða hafi verið vinsri sinnaður. Vinstri og hægri í pólitík getur ruglað suma, en öðrum hjálpar það greinilega.
Hvað íslenska Sjálfstæðismenn áhrærir hafa þeir viljað samsama sig repúblikönum í USA, en ég er sammála þér um að þeir eiga fleira sameigilegt með Demókrötum.
Sæmundur Bjarnason, 3.9.2021 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.