3076 - Smávegis um stjörnufræði

3076 – Smávegis um stjörnufræði

Sagt er að okkar sól sé u.þ.b. 150 milljón kílómetra í burtu. Sem er eins gott því ef hún væri mikið nær væru geislar hennar banvænir. Næsta sól eða stjarna er vist í u.þ.b. fjögurra til fimm ljósára fjarlægð. Ljósið fer ansi hratt yfir eða eina 300.000 kílómetra á sekúndu þannig að á heilu ári fer það nokkuð langt. Það geimfar sem hraðast fer nú um stundir væri u.þ.b. mínútu að fara í kringum jörðina. Með slíkum hraða yrðum við meira en 6 þúsund ár á leiðinni til þessarar stjörnu. Skv. almennu afstæðiskenningunni og miðað við gildandi átrúnað á vísindi og þess háttar er ekki hægt að komast hraðar en ljósið.

Af þessu má draga þá ályktun að ekki verði um ferðir til annarra stjarna að ræða án þess að komast hraðar. Vísindaskáldsögur hafa fyrir löngu leyst þetta vandamál með svokölluðum „warpspeed“ eða „ofurhraða“, en miðað við núverandi þekkingu er hann ekki til. Með langvinnum tilraunum og allskonar heilaleikfimi hefur mönnum þó tekist að búa til svokölluð ormagöng sem sögð eru skyld svartholum, og ferðast þannig á milli stjarna og jafnvel vetrarbrauta, en ég fer ekki nánar útí það enda skil ég það allsekki.

Pláneturnar sem sveima krigum sólina má segja að séu næstu nágrannar okkar. Enn hefur okkur þó ekki tekist að komast til þeirra, en rannsóknartæki hefur okkur að sögn tekist að senda þangað. Mars er sú pláneta sem aðallega verður fyrir ásókn okkar nú um stundir og þar hefur ef til vill þróast einhverskonar líf í fyrndinni. Leikar standa semsagt nokkurnvegin 2:1 lífinu í hag akkúrat núna því líf hefur sennilega aldrei þróast á tunglinu.

Eiginlega ætlaði ég að ræða um Moggabloggsteljarann í þessu bloggi, en það verður víst að bíða betri tíma, því það er um gera, er mér sagt, að hafa bloggin stutt og hnitmiðuð til þess að nokkur nenni að lesa þau.

Einhver mynd.IMG 4771


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 27.5.2021 kl. 08:50

2 Smámynd: Hörður Þormar

Er alheimurinn fínstilltur?

Viðtal við pípulagningamann sem ákvað að gerast stjarneðlisfræðingur:                          Leonard Susskind - Is the Universe Fine-Tuned for Life and Mind?           

Hörður Þormar, 27.5.2021 kl. 15:12

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Hprður. Ég var búinn að svara þér, en sé nú að það hefur farið í vaskinn.

Skildi þig ekki fullkomlega en reyndi samt.

Sæmundur Bjarnason, 30.5.2021 kl. 05:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband