3073 - Mast og fast

Það er nú svoleiðis með mig, að mér dettur jafnan í hug vísa eða vísubrot á hverjum degi. Hef að vísu ekki rannsakað þetta vísindalega en hald mitt er að alltaf sé um nýja og nýja vísu að ræða hvern dag. Það var um daginn, sennilega í gær eða fyrradag sem mér datt óforvarendis í hug eftirfarandi vísubrot:

Kong Christian stod ved höjen mast
og holdt sig fast.

Ég gat ómögulega fundið út hvernig seinni parturinn var. Það get ég þó oft. Þegar ég komst í tölvu, spurði ég Gúgla að þessu. Þá kom í ljós að:

Atli Harðarson heimspekingur skrifaði eitt sinn um þetta mál í Rafritið, sem ég gaf einu sinni út sællar minningar:

Það hefur lengi verið útbreiddur misskilningur meðal íslenskra textafræðinga, málvísindamanna og sagnfræðinga að textinn við lag D. L. Rogerts um Kristján konung byrji svona:

Kong Christian stod ved hójen mast
og holdt sig fast.
Þetta er auðvitað ekki rétt. Nefndur texti er eftir danska ljóðskáldið Johannes Ewald og fyrsta erindið er svona:

Kong Christian stod ved hójen mast
í róg og damp.
Hans værge hamrede saa fast,
at Gotens hjælm og hjerne brast.
Saa sank hvert fjendligt spejl og mast
i róg og damp.
Fly, skreg de, fly, hvad flygte kan.
Hvo staar for Danmarks Christian
i kamp.

Kristján konungur hélt sér sem sagt ekki í mastrið eins og íslenskir textafræðingar, málvísindamenn og sagnfræðingar hafa talið.

Atli Harðarson

Ekki gekk að hafa þetta bara aumlegan útúrsnúning á danskri vísu svo ég flýtti mér að láta mér detta í hug einhverja aðra vísu. Þessi varð fyrir valinu:

Runki fór í réttirnar
ríðandi á honum Sokka.
Yfir holt og hæðirnar
hann lét klárinn brokka.

Nú er ég sennilega kominn í mótsögn við sjálfan mig. Sagði nefnilega áðan að mér dytti óforvarendis (og átti þá við ósjálfrátt) í hug vísa eða vísubrot. Og þá á ég náttúrulega ekki:

Að vinda að því bráðan bug
að láta mér eitthvað detta í hug.

Í dag er víst hvítasunnudagur. Hundurinn Bjartur er búinn að dvelja hjá okkur síðan á föstudaginn. Ekki fylgist hann af mikilli athygli með Evróvision söngvakeppninni í gærkvöldi, en samt gekk Íslendingum nokkuð vel þar.

Einhver mynd.IMG 4824


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæmundur, fyrst þú ert að nefna útúrsnúning á kveðskap, þá dettur mér í hug ein sem ég sá f. löngu:

Einu sinni átti ég hest/ það var nú gamall foli./ Og það var lán að hann hafði ekki horn/ því þá hefði hann verið boli.

Hvernig finnst þér þetta?

Ingibjörg Ingadóttir 24.5.2021 kl. 18:18

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þessi er ágæt og ég man ekki eftir að hafa heyrt hana fyrr. Samt er afbrigðin af þessari vísu legíó.

Sæmundur Bjarnason, 25.5.2021 kl. 09:38

3 identicon

Sæll. Það er gott að nota þessa vísu til að tékka á því hvort fólk hefur smekk f. dálítið absúrd húmor. Það segir talsvert um fólk hvernig það bregst við henni.

Ingibjörg Ingadóttir 27.5.2021 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband