3068 - Arctic

Undarlegt með mig. Ég les ofurhetjur alltaf sem furuhnetur, hvernig sem á því stendur. Sérstaklega er þetta áberandi ef fyrstu stafurinn er á einhvern hátt dulbúinn, einsog oft á sér stað í auglýsingum. Veit svosem ekkert af hverju furuhnetur er svona merkilegar, en kemst yfirleitt að því að ég hef lesið vitlaust þegar ég ætla að kynna mér nánar þessar undarlegu hnetur.

Það var árið 1939 sem Íslendingar ákváðu að kaupa tréskipið og flutningaskipið „Arctic“ til landsins. Það var einkum vegna þess að kæligeymsla þess var ákaflega góð sem ákveðið var að kaupa þetta 30 ára gamla þrímastraða seglskip. Seint á árinu 1942 fór það í ferð til Vigo á Spáni. Þar reyndu nasistar að fá skipverja til að njósna fyrir sig og er af því mikil saga og löng. Þetta skip strandaði svo árið 1943 við Löngufjörur á Snæfellsnesi.

Ástæðan til þess að ég minnist á þetta hér er sú að þegar ég fluttist á Snæfellsnes árið 1970 blasti kinnugurinn á þessu skip við frá Vegamótum, nokkru nær Stakkhamri en Skóganesi fannst mér. Svo hvarf það að fullu nokkru seinna og ég var að vonum forvitinn um örlög þessa skips. Þetta hefur sennilega verið síðasta tréskipið af þessari gerð sem Íslendingar áttu. Saga þess væri eflaust efni í heila bók. Ég mun þó allsekki skrifa þessa bók, til þess þekki ég ekki nógu vel til skipsins og hef þar að auki engan sérstakan áhuga á skipum.

Ég minnist þess að a.m.k. tvívegis hafa verið ortar vísur um mig. Í Ecce Homo er ein slík, en ég man ekkert hvernig hún er. Hin held ég endilega að sé eftir Þóhall Hróðmarsson bekkjarbróðir minn þó ég muni lítið eftir tilefninu. Hún er svona:

Sæmi gerði samning við
svokallaðan fjanda.
Sæmi fengi sálarfrið
en Satan flösku af landa.

Kannski hef ég sett þessa vísu áður á bloggið mitt, en við því er ekkert að gera. Munum bara að sjaldan er góð vísa of oft kveðin.

IMG 4914Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Satan þambar Sæma bjór,
saman í það duttu,
ákaflega illa fór,
upp á Skaga fluttu.

Þorsteinn Briem, 16.5.2021 kl. 07:38

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sterkari en Steina bjór
stoltur Landinn er víst.
Vinsæld hans er voða stór
vonska mikil af því hlýst.

Sæmundur Bjarnason, 16.5.2021 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband