3065 - Minniborgir.is

Hér um slóðir vakna menn greinilega snemma. Þegar ég kíkti á bloggið mitt í morguna fyrir klukkan átta höfðu einir tuttugu lítið inn til mín síðan ég bloggaði eftir andvökunótt um fjögurleytið. Andskotans læti eru þetta.

Annars er ég að endurnýjast blogglega séð. Farinn að skrífa meira og senda þau skrif út í eterinn. Vafasamt er þó hvort öll þau skrif eru til bóta. Sjáum til. Enn einn gluggaveðursdagurinn er nú upprunninn og enn er maður hissaður á þvi hvað allir eru kuldalega klæddir þrátt fyrir góðviðrið.

Er að hugsa um að gera þetta að einkonar dagbók. Þ.e.a.s. skrifa hér um ýmislegt sem gott er að geta flett uppá einhverntíma seinna. Í gær skrifaði ég eimitt þannig. Sagði meðal annars frá því að við fórum uppað Minniborg um helgina sem leið o.s.frv. Auðvitað hefði verið hægt að skrifa meira um það udflugt, en ég gerði það semsagt ekki. Fannst ekki taka því. Nú er ég hinsvegar kominn að aðra skoðun. Í stórfjölskyldunni voru að þessu sinni eftirfarandi: Ég og Áslaug. Hafdís og Jói. Bjarni, Charmaine og Tinna. Benni, Angela og Helena. Díana kom líka á eigin bíl og stoppaði stutt. Anton og Adda. Þá er held ég upptalið. Niður að Sólheimum held ég að allir hafi farið nema Díana, Anton og Adda. Þarna voru þrír heitir pottar (einn að vísu bilaður) þrjú kolagrill og eitt gasgrill. Allt var þetta óspart notað. Á sunnudagsmorguninn (eldsnemma eða fyrir kl. 7) fór ég t.d. í pottinn og hafði gott af.

Held að hingað á Moggabloggið komi fólk til að lesa fréttir og að lesa ýmislegt annað í leiðinni en ekkert endilega til að sækja íhlaldsstefnulínu fyrir sig og skyldulið sitt. Mikið er samt skrifað og skrafað um pólitík hér. Þessvega er ég að hugsa um að skrifa aðallega um hitt og þetta sem ekki eru pólitískar deilur um. Væntanlegar kosningar í haust eru samt athyglisverðar eins og kosningar eru jafnan. Fyrstu kosningarnar sem ég man eftir að hafa fylgst eitthvað að ráði með voru kosningarnar sem komu Emelíu sálugu til valda. Síðan hefur oft verið kosið og ýmsum veitt betur.

IMG 4956Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hér um slóðir vakna menn greinilega snemma."

Ekki er nú allur heimurinn á sama tímabelti og Akranes, enda þótt Akranes.is sé að sjálfsögðu gríðarlega stórt sveitarfélag, níu ferkílómetrar. cool

Fjölmargir Íslendingar búa ekki hér á Íslandi og a
llir íslenskir ríkisborgarar eru Íslendingar.

Undirritaður hefur til að mynda búið í Svíþjóð en aldrei verið Svíi og alltaf verið Íslendingur.

Þegar undirritaður bjó í Svíþjóð á síðustu öld fékk ég Moggann sendan þangað en nú geta menn lesið Moggann á Netinu.

"Íslenska ríkisborgara er að finna í alls 118 ríkjum af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna."

Íslenska þjóðin býr því úti um allar heimsins koppagrundir en Íslendingar sem búa erlendis búa langflestir á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). cool

22.2.2018:

Hvar búa Íslendingar í útlöndum? - Þjóðskrá

23.3.2019:

Um 47 þúsund Íslendingar búa erlendis - Þjóðskrá

Þorsteinn Briem, 12.5.2021 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband