3066 - Krsti himmelfartsdag

Frá litlu er að segja núna, enda er klukkan svosem ekki orðin margt.

Samt er það svo að við hjónin ætlum í ferðalag, og gista í einar 10 nætur, í næsta máuði en Guð og kófið leyfa. Hef óbilandi trú á því að þessi faraldur eða drepsótt sem hefur leikið okkur grátt að undanförnu sé nú loksins á undanhaldi. Bjarni ætlar að ég held að taka þátt í Hengill-ultra hlaupinu. Þó fer hann sennilega ekki 150 kílómetra, þó sumir ætli víst að reyna sig við þá vegalengd.

Enn er ekkert lát á gluggaveðrinu. Sólin skín næstum því allan sólarhringinn. Hvílir sig bara smá. Úthald er þetta. Í gær hvíldi maður sig ítarlega, þó fór ég á verkstæðið hérna rétt hjá til að fullvissa mig um að ég gæti fengið bílinn yfirfarinn áður en haldið verður í ferðalagið mikla og væntanlega.

Mig er farið að langa til Færeyja. Þar er víst ekkert Covid-19 að sagt er. Þegar Covidinu lýkur er ég að hugsa um að breyta mér á ýmsan hátt. Læt samt lítið uppskátt því auðvitað getur þetta mistekist allt saman.

Það er þetta með myndirnar. Á margan hátt er það mesta verkið hverju sinni í sambandi við bloggið að myndskreyta það. Þó er ég að endurnýta myndir sem ég hef birt áður. Vona að aðrir séu jafngleymnir og ég. Man nefnilega ekkert eftir þessum myndum fyrr en ég sé þær.

Held ég hafi sagt frá því áður að einhvers konar vísur ásækja mig flesta daga. Í dag eru það þýðingar úr þýsku sem eru á sveimi í huga mér. Ég er að hugsa um að tilfæra þær hér. Þýska réttritunin er eflaust ekki nærri því rétt hjá mér og ég bið fyrirfram forláts á því.

Wer nicht liebt Weib, Wein und Gesang er bleibt Nar sein Leben lang.

Ich weiss nicht was soll es bedeuten dass Ich so traurig bin. Ein Marchen vor alten seiten es kommt mir nicht aus dem Sinn.

Sú fyrri hefur verið þýdd þannig:

Sá sem ekki elskar vín
óð né fagra svanna.
Verður alla ævi sín
andstyggð góðra manna.

Og sú seinni þannig:

Ég veit ekki af hverskonar völdum
svo viknandi ég er.
Ein saga frá umliðnum öldum
fer ei úr huga mér.                                                   

Þarna hafa sennilega andans stórmenni komið nálægt og ekki gæti ég bætt þarna úr.

IMG 4955Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki klukkan orðin margt,
af afar fáu að taka,
hunds og Krists var himmelfart,
en hvorugt kom til baka.

The Sad, Sad Story of Laika, the Space Dog, and Her One-Way Trip into Orbit

Þorsteinn Briem, 13.5.2021 kl. 10:06

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Henti sér í himnaferð
hátignin hann Steini Briem.
Lítin var sú gamangerð
gekk þó út með úhú-lím.

Sæmundur Bjarnason, 13.5.2021 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband