22.2.2021 | 17:24
3054 - Trump að hverfa
Veit ekki af hverju það er sem ég blogga svona sjaldan núorðið. Einhver hlýtur ástæðan að vera. Ekki er það útaf kófinu. Ég þrífst beinlínis af því að þurfa ekki að eiga mikið saman við aðra að sælda. Löngu hættur öllu kossaflensi, handaböndum og þessháttar. Hef ekki einu sinni fengið kvef síðan Covid-19 skall á. Sú áskelling hefur á margan hátt orðið mér til mikillar blessunar. Auðvitað eiga sumir um sárt að binda vegna kófsins. Svo er mér sagt og allir fjölmiðlar eru uppfullir af þessu. Þegar fyrsta bylgjan skall á var maður jafnvel hálfhræddur við hurðarhúna og lyftuhnappa. En ekki lengur. Gott ef þetta eru ekki orðnir vinir mínir. Þegar ég fer út í mína morgungöngu snerti ég þá berhentur eins og ekkert sé. Annars ætlaði ég ekkert að blogga um þetta. Bara vera með í þessum leik, sem bloggið óneitanlega er. Sem betur fer er hann ekki erfiður.
Nú er kominn tími til að þykjast vera voða gáfaður. Þúsundáraríkið er ekkert nær núna en það var á dögum Hitlers. Kannski var/er Trump bara Hitler endurfæddur og gat/getur ekkert gert að því þó hann væri/sé svona. Já, ég held áfram að tala um Trump hvað sem herra Siglaugsson segir. Kannski hætti ég því samt einhverntíma.
Ég á eiginlega alveg eins von á því að McConnell verði settur af sem leiðtogi Repúblikana í öldungadeild bandaríkjaþings og einhver Trump-sauðurinn kosinn í staðinn. Áhrifa Trumps mun gæta eitthvað áfram. Ákærendur hans úr fulltrúadeildinni sögðu upphaflega að þeir þyrftu ekki að kalla til vitni núna því eitthundrað þeirra að minnsta kosti væru í salnum sem réttarhöldin fóru fram í.
Eina ástæðan fyrir þvi að ekki var staðið við að kalla til vitni í málinu gegn Trump var að tefja ekki um of fyrir Biden forseta með því og einnig var ekki við því að búast að öldungadeildarþingmenn breyttu atkvæði sínu við það. Með þvi að tefja málið nægilega mikið til að gera hann að fyrrverandi forseta var búið að gefa þeim repúblikönum sem það vildu afsökun til að hengja sig í formsatriði. Mjög fáir efuðust um sekt hans.
Einhverntíma ætla ég að skrifa langt blogg um öfga-hægrið og óða-vinstrið, en satt að segja leiðist mér pólitík og mér finnst alþingismenn svotil aldrei vera nægilega hreinskilnir. Sumir þeirra eru beinlínis óttalega vitlausir. En förum ekki nánar útí það.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Lúðinn Trump þar loksins hvarf,
lítill var sá missir,
en Palli elskar enn þann skarf,
og afturendann kyssir.
Þorsteinn Briem, 23.2.2021 kl. 09:54
Svona hverfur allur leir
sem miðlunum er háður.
Tromparinn ei tístir meir
á Twitter eins og áður.
Sæmundur Bjarnason, 23.2.2021 kl. 17:47
Heldur er nú stuðlasetningin í þessu frjálsleg.
Sæmundur Bjarnason, 23.2.2021 kl. 17:49
Ég óska "Dónaldi frænda" Trump alls hins besta og vona að hann muni njóta elliáranna við að leika golf í sólinni á Flórída. Mary Trump & Frank Patterson interview, 1994
Hörður Þormar 23.2.2021 kl. 21:21
Takk, Hörður. Ég les frekar en hlusta. Það er sennilega mest ávani. Þessi linkur á Youtube viðtal er sjálfsagt ágætur og vel getur verið að ég hlusti á hann við tækifæri. Ég hef ekkert sérstakt við Trump að athuga nema forsetatíð hans. Finnst hann hafa verið gjörsamlega óhæfur sem forseti bandaríkjanna.
Sæmundur Bjarnason, 24.2.2021 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.