3055 - Bakteríuveiðar

Það þýðir ekki annað en blogga eitthvað ef maður ætlast til að einhverjir lesi bloggið manns. Einu sinni ætlaði ég að verða aðal-ellibloggari landsins en það gengur víst ekki. Þó eru ekki margir, að minnsta kosti hér á Moggablogginu, sem hafa í gegnum tíðina bloggað meira en ég. Áður en Gúgli kom til sögunnar besservissaðist ég heilmikið en þeir sem þannig eru virðast vera svo margir að það er ekki neitt merkilegt. Þar að auki er ég nokkuð góður í réttritun, og þessvegna var það sem ég byrjaði að blogga. Samt er ég áberandi illa að mér í greinarmerkjafræði. Kommusetningar eru mér til dæmis að mestu leyti lokuð bók. Nú er ég að hugsa um að skrifa eitthvað um þær bækur sem ég er að lesa hverju sinni.

Bókin sem ég er að lesa núna heitir „bakteríuveiðar“ og er eftir Paul de Kruif (1890 – 1971) og gefin út árið 1935. (á frummálinu 1926). Þýðandi er Bogi Ólafsson og hún er gefið út af hinu Íslenska Þjóðvinafélagi. Ég held að þessi bók heiti Microbe Hunters á frummálinu. Þetta er ákaflega spennandi og vel skrifuð bók og ég er svona hálfnaður með hana og búinn að lesa um Leeuwenhoek, Spallanzani, Pasteur, Koch, Roix og Behring og óhætt er að segja að hún hefur allsekki valdið mér vonbrigðum þó gömul sé. Einu sinni var ég með fordóma fyrir gömlum bókum en það er alveg óþarfi ef um er að ræða bækur af þessu tagi. Þessi bók hlýtur að hafa verið vinsæl á sinni tíð.

Hef verið að velta því fyrir mér undanfarið hvort einhverfa, asperger, introvert og jafnvel ADHD séu ekki náskyldir sjúkdómar. Veit að asperger og einhverfa eru það en er í meiri vafa um hitt. Jafnvel mætti bæta lesblindu í þennan hóp, en þá fer að verða dálítið þröngt þar. Á sennilega eftir að minnast á þetta seinna. Er núna að lesa bók á ensku um Asperger heilkennið (höfundurinn var og er haldinn því.) Þar að auki hefur Þorsteinn Antonsson skilgreint sjálfan sig þannig.

IMG 5031Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband