3049 - Impeachment or not

Enginn vafi er á því að fulltrúadeildin ætlar að lögsækja Trump fyrir þrettándaóeirðirnar. Hugsanlega verða réttarhöldin í öldungdeildinni samt ekki fyrr en í seinni hluta febrúarmánaðar. Mikið er að gera og ekki fyrirséð með öllu hvernig málum verði hagað þar þótt meirihluti demókrata sé tryggður. Vörn Trumps verður einkum fólgin í því að ekki sé hægt að lögsækja með þessum hætti forseta sem ekki er lengur forseti. Afglöp hans í sambandi við þrettándaóeirðirnar eru öllum ljós og líklega er þetta eina færa leiðin til að koma í veg fyrir hugsanlegt framboð hans árið 2024 og þarmeð að losa tök hans á repúblikanaflokknum. Lögsóknin tekst ekki nema tveir þriðju hlutar öldungadeildarinnar samþykki það. Til þess þurfa 17 repúblikanar þar að snúast gegn honum.                                                            

Enginn vafi er á því að Donald Trump hefur unnið þeirri hreyfingu sem berst við stofnanavaldið miklum skaða. Með lygum sínum og ómerkilegheitum ásamt sérgæsku sinni fyrir sína hönd og ættmenna sinna hefur hann gert það að verkum að erfiðara verður en nokkru sinni fyrr að koma sjónarmiðum almennings til skila. Þetta munu menn sjá vel á næstu mánuðum. Honum var fengið það mikilsverða hlutverk í lífinu að koma sjónarmiðum hins almenna manns til skila. Hann brást á því sviði eins og svo mörgum öðrum og ljóst er að vald það sem sérfræðingar og allskyns afætulýður hefur með langri þjálfun tekist að koma sér upp, mun á næstunni fara vaxandi.

Ég ætla ekki að fjölyrða meira um þetta að sinni, en ljóst er að þessi breyting mun verða áberandi á næstunni. Áreiðanlega munu gefast tækifæri til að ræða þetta nánar á næstu mánuðum. Biden bandaríkjaforseti mun leytast við að auka og endurbæta stofnanavaldið eftir föngum og víst er að Trump hefur að mörgu leyti auðveldað honum það verk.

Stöð 2 hefur læst aðgangi sínum að fréttum. Með því móti hyggst stöðin græða peninga. Þetta held ég að sé alveg öfugt í rassinn gripið. Ætlunin virðist vera að þeir sem hafa undanfarið horft á fréttirnar hjá þeim, af því þær voru ókeypis, sjái svo mikið eftir þeim að þeir gerist áskrifendur að stöðinni per samstundis. Þetta held ég að sé mesta vitleysa og fólk sé að miklu leyti hætt að leita að fréttum hér á Íslandi og láti fréttir í staðinn leita að sér. Stöðin muni þessvegna frekar tapa á þessu en hitt. Ástæða er samt til að vona að tapið verði ekki mikið.

IMG 5064Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Betra hefur farið fé,
fífl og tussusnúður,
feitum kviði fylgir kné,
fær svo einn á lúður.

Þorsteinn Briem, 22.1.2021 kl. 10:18

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Hin hatursfulla Hillary sem heldur því blákalt fram að Trump hefði verið í símasambandi við Pútín á meðan á innrásinni í þinghúsið stóð og hin pirraða Pelosi sem reif stefnuræðu Trumps meðan hún var í hlutverki forseta þingsins. Þessar tvær konur munu láta það ganga fyrir öllu að koma höggi á Trump þó svo að það komi Biden frekar illa að þingið sé bundið í það þras og best væri fyrir USA að gleyma bara Trump og horfa fram á veginn með bjartsýni að vopni.

Grímur Kjartansson, 22.1.2021 kl. 13:32

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Finnst ekki ólíklegt að næsta skref hjá Stöð 2 verði að leggja niður fréttastofnuna, því það eru litlar líkur á að fólk fari að kaupa áskrift hjá þeim bara til að horfa á fréttir.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.1.2021 kl. 13:36

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Afglöp hans í sambandi við þrettándaóeirðirnar eru öllum ljós...

Já er það? Ekki mér. Hvað sagði Trump nákvæmlega sem setti (að öllum líkindum) BLM og Antifa-pakkið af stað og hleypti illu blóði í mannskapinn?

Ég man ekki betur en hann hafi hvatt fólk til að fara heim og að Repúblikanar væru flokkur sem réðist ekki á lögregluna og virti lög og reglur.

Öfugt við núverandi varaforseta sem hvatti hryðjuverkasamtökin BLM og Antifa áfram til hryðjuverka eins og versta klappstýra.

Theódór Norðkvist, 22.1.2021 kl. 21:31

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Steini Briem er staðfastur
stillir ekki skapið.
Í pornóinu pikkfastur
og passar ekki skvapið.

Sæmundur Bjarnason, 23.1.2021 kl. 08:24

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Því miður ráðfæra þeir Stöðvar 2 menn sig ekki neitt við mig, Þorsteinn minn Siglaugsson.

Sæmundur Bjarnason, 23.1.2021 kl. 08:26

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Stuðningsmönnum Donalds, svara ég ekki að þessu sinni.

Sæmundur Bjarnason, 23.1.2021 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband