22.1.2021 | 08:43
3049 - Impeachment or not
Enginn vafi er á því að fulltrúadeildin ætlar að lögsækja Trump fyrir þrettándaóeirðirnar. Hugsanlega verða réttarhöldin í öldungdeildinni samt ekki fyrr en í seinni hluta febrúarmánaðar. Mikið er að gera og ekki fyrirséð með öllu hvernig málum verði hagað þar þótt meirihluti demókrata sé tryggður. Vörn Trumps verður einkum fólgin í því að ekki sé hægt að lögsækja með þessum hætti forseta sem ekki er lengur forseti. Afglöp hans í sambandi við þrettándaóeirðirnar eru öllum ljós og líklega er þetta eina færa leiðin til að koma í veg fyrir hugsanlegt framboð hans árið 2024 og þarmeð að losa tök hans á repúblikanaflokknum. Lögsóknin tekst ekki nema tveir þriðju hlutar öldungadeildarinnar samþykki það. Til þess þurfa 17 repúblikanar þar að snúast gegn honum.
Enginn vafi er á því að Donald Trump hefur unnið þeirri hreyfingu sem berst við stofnanavaldið miklum skaða. Með lygum sínum og ómerkilegheitum ásamt sérgæsku sinni fyrir sína hönd og ættmenna sinna hefur hann gert það að verkum að erfiðara verður en nokkru sinni fyrr að koma sjónarmiðum almennings til skila. Þetta munu menn sjá vel á næstu mánuðum. Honum var fengið það mikilsverða hlutverk í lífinu að koma sjónarmiðum hins almenna manns til skila. Hann brást á því sviði eins og svo mörgum öðrum og ljóst er að vald það sem sérfræðingar og allskyns afætulýður hefur með langri þjálfun tekist að koma sér upp, mun á næstunni fara vaxandi.
Ég ætla ekki að fjölyrða meira um þetta að sinni, en ljóst er að þessi breyting mun verða áberandi á næstunni. Áreiðanlega munu gefast tækifæri til að ræða þetta nánar á næstu mánuðum. Biden bandaríkjaforseti mun leytast við að auka og endurbæta stofnanavaldið eftir föngum og víst er að Trump hefur að mörgu leyti auðveldað honum það verk.
Stöð 2 hefur læst aðgangi sínum að fréttum. Með því móti hyggst stöðin græða peninga. Þetta held ég að sé alveg öfugt í rassinn gripið. Ætlunin virðist vera að þeir sem hafa undanfarið horft á fréttirnar hjá þeim, af því þær voru ókeypis, sjái svo mikið eftir þeim að þeir gerist áskrifendur að stöðinni per samstundis. Þetta held ég að sé mesta vitleysa og fólk sé að miklu leyti hætt að leita að fréttum hér á Íslandi og láti fréttir í staðinn leita að sér. Stöðin muni þessvegna frekar tapa á þessu en hitt. Ástæða er samt til að vona að tapið verði ekki mikið.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Betra hefur farið fé,
fífl og tussusnúður,
feitum kviði fylgir kné,
fær svo einn á lúður.
Þorsteinn Briem, 22.1.2021 kl. 10:18
Hin hatursfulla Hillary sem heldur því blákalt fram að Trump hefði verið í símasambandi við Pútín á meðan á innrásinni í þinghúsið stóð og hin pirraða Pelosi sem reif stefnuræðu Trumps meðan hún var í hlutverki forseta þingsins. Þessar tvær konur munu láta það ganga fyrir öllu að koma höggi á Trump þó svo að það komi Biden frekar illa að þingið sé bundið í það þras og best væri fyrir USA að gleyma bara Trump og horfa fram á veginn með bjartsýni að vopni.
Grímur Kjartansson, 22.1.2021 kl. 13:32
Finnst ekki ólíklegt að næsta skref hjá Stöð 2 verði að leggja niður fréttastofnuna, því það eru litlar líkur á að fólk fari að kaupa áskrift hjá þeim bara til að horfa á fréttir.
Þorsteinn Siglaugsson, 22.1.2021 kl. 13:36
Afglöp hans í sambandi við þrettándaóeirðirnar eru öllum ljós...
Já er það? Ekki mér. Hvað sagði Trump nákvæmlega sem setti (að öllum líkindum) BLM og Antifa-pakkið af stað og hleypti illu blóði í mannskapinn?
Ég man ekki betur en hann hafi hvatt fólk til að fara heim og að Repúblikanar væru flokkur sem réðist ekki á lögregluna og virti lög og reglur.
Öfugt við núverandi varaforseta sem hvatti hryðjuverkasamtökin BLM og Antifa áfram til hryðjuverka eins og versta klappstýra.
Theódór Norðkvist, 22.1.2021 kl. 21:31
Steini Briem er staðfastur
stillir ekki skapið.
Í pornóinu pikkfastur
og passar ekki skvapið.
Sæmundur Bjarnason, 23.1.2021 kl. 08:24
Því miður ráðfæra þeir Stöðvar 2 menn sig ekki neitt við mig, Þorsteinn minn Siglaugsson.
Sæmundur Bjarnason, 23.1.2021 kl. 08:26
Stuðningsmönnum Donalds, svara ég ekki að þessu sinni.
Sæmundur Bjarnason, 23.1.2021 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.