10.1.2021 | 13:23
3046 - Ameríka
Einn er sá maður sem mér finnst nota bloggformið af listfengi miklu. Mér finnst hann samt skrifa of mikið um Færeyjar, fáfengilegar myndir af internetiu og fjölbreytt tónlistarlíf. Þetta getum við hæglega kallað effin þrjú og ég fyrir mína parta minnist sjaldan á þessi mál. Þar að auki bloggar þessi maður alltof sjaldan.
Jú, jú þetta er Jens Guð. Og þó ég taki mér hann til fyrirmyndar í mörgu og núorðið sé hann orðinn sá bloggari sem ég les hvað oftast, erum við, að ég held, ekkert líkir í bloggskrifum okkar. Við erum báðir farnir að eldast nokkuð og höfum lengi skrifað á Moggabloggið, en að öðru leyti held ég að við séum ekkert líkir.
Mér finnst samt ekkert Guðlegt við hann þó hann kalli sig Jens Guð. Mogginn þykist samt eiga bæði Guð og Sjálfstæðisflokkinn. Þarna er strax kominn í ljós heilmikill munur á okkur. Jens mundi aldrei láta það henda sig að skrifa um pólitísk mál. Auðvitað er Guð ekkert pólitískur, en Mogginn er það kannski og Sjálfstæðisflokkurinn áreiðanlega. Hugsanlega er Jens líka áskrifandi að Mogganum. Það er ég ekki, en les samt mbl.is öðru hvoru.
Flestir sem á Moggabloggið skrifa er hægri sinnaðir mjög. Ekki þó Jens. Hann heldur sínum stíl. Áfram skal Færeyjadýrkunin, sögurnar af Lollu frænku, tónlistarfræðslan og útúrrugluðu smásögurnar og myndirnar sem safnað er saman af Internetinu, í fólkið. Kannski kýs hann Sjálfstæðisflokkinn þegar hann getur en þó hefur hann ekki predikað um það mér vitanlega. Nei, Jens er fyrirmyndarbloggari í alla staði og ég reyni svo sannarlega að líkjast honum.
Nú get ég ekki annað en minnst á Trump, þó hann sé við það að verða úreltur. Stuðningsmenn hans eru mjög hægri sinnaðir pólitískt séð. Þar að auki eru þeir ótrúlega sannfærðir um að hafa rétt fyrir sér. Hvað eru þeir raunverulega margir? Hugsanlega klofnar repúblikanaflokkurinn fyrir tilverknað Trumps. Þó Trump hafi fengið allmörg atkvæði í nýafstöðnu forsetakjöri er alls ekki víst að harðkjarnastuðingsmenn hans sé sérlega margir. Pence varaforseti er sá af stuðningsmönnum hans sem hefur vaxið svolítið á áliti hjá mér. Og svo má ekki gleyma Mitch McConnell.
Sennilega er mesti munurinn á Evrópu og USA sá að uppreisnin af fólksins hálfu kom frá hægri í USA en í Evrópu er frekar við henni að búast frá vinstri. Auðvitað er þessi skipting í vinstri og hægri að mestu leyti úrelt. Getur samt hjálpað til skilnings á ýmsu. Ef litið er á bandaríkin sem heila heimsálfu, finnst mér það hjálpa svolítið til skilnings á stjórnmálum þar. Tungumálið og menningaraldurinn hefur sitt að segja. Menntunin hugsanlega líka. Veit það samt ekki. Að talsverður hluti bandaríkjamanna skuli nærast andlega einkum á selebum og samsæriskenningum finnst mér segja ýmislegt um þessa sömu bandaríkjamenn.
Kannski er það aldurinn (menningaraldurinn) sem skiptir mestu máli. Það er að segja ef ekkert er gamalt ef það er ekki að minnsta kosti 200 ára. Bandaríkin voru einu sinni kölluð nýji heimurinn, sennilega þó ekki lengur. Evrópa væri þá gamli heimurinn. Mér finnst að við Íslendingar tilheyrum Evrópu fremur en Ameríku.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Við Íslendingar erum að sjálfsögðu Evrópubúar og við eigum mest viðskipti og samskipti við önnur ríki á Evrópska efnahagssvæðinu (EES).
Langflestir Íslendingar, sem búa erlendis, starfa eða stunda nám í öðrum Evrópuríkjum og þangað ferðumst við aðallega.
Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, ekki einu sinni Flokkur fólksins eða Miðflokkurinn.
9.1.2021 (í gær):
Brexit-samningur ekki valkostur fyrir Norðmenn - Einungis 20% mótfallnir aðild Noregs að Evrópska efnahagssvæðinu
Þorsteinn Briem, 10.1.2021 kl. 17:17
Jens Guð heitir réttu nafni Jens Kristján Guðmundsson. Við vorum saman í Steinstaðarskóla í skagafirði í den og vorum miklir félagar. Jens var mikill æringi í þá daga og það hefur ekkert elst af honum. Hann var uppreisnarseggur og bara ósköp litla virðingu fyrir skólayfirvöldum og sér í lagi prestinum í lýtingstaðahreppi og kristindóminum yfirleitt. Við fyrstu kynni í skólanum varð góð tenging milli okkar Kidda bróður og systkinunum Jens Kristján og Júlíu Rós. Nokkrum dögum eftir skólasetninguna spurði Jens mig: Jobbi, ætlar þú að haga þér vel í skólanum í vetur? Ha, já auðvitað svaraði ég. Ekki ég, sagði Jens og hann stóð svo sannarlega við það. Þarna kom brotavilji hans berlega í ljós. Þetta er góður strákur og við höfum haldið sambandinu á Facebook. Báðir höfum við áhuga á tónlist en höfum eilítið mismunandi smekk. Og svo er húmorinn góður hjá Jens og það er nokkuð sem ég kann að meta.
Jósef Smári Ásmundsson 10.1.2021 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.