3040 - Brexit og ástandið í USA

Að mörgu leyti er þetta Brexit-kjaftæði leikrit. Líklegast er að samkomulag náist eftir ítrekaðar frestanir. Báðir aðilar vilja í raun og veru ná samkomulagi.

Sama er ekki að segja um ástandið í USA. Enginn virðist vita hvað Trump ætlast fyrir og hve lengi hann ætlar að halda þessum svindl-söng sínum áfram. Hann naut fyrir repúblikanaflokkinn tveggja ára meirihluta í báðum deildum þingsins og kom þar að auki í gegn þremur tilnefningum í hæstarétt bandaríkjanna. Að vísu er það hálfgerð niðurlæging fyrir hann að vera bara eins kjörtímabils forseti, en við því er líkið að gera.

Biden verður áreiðanlega ekki eins áberandi og athafnasamur forseti og Trump var. Samt er hann líklegri en hann til að sætta sjónarmið beggja aðalflokkanna í USA. Hætt er við að Trump haldi repúblikanaflokkum í heljargreipum næstu árin þó hann þurfi að láta stjórnartaumana í hendur Bidens. Aukakosningarnar til öldungadeildarinnar í Georgiu-fylki eru meira spennandi en slíkar kosningar eru vanar að vera. Meirihlutinn í öldungadeildinni veltur á þeim.

Af innlendum vettvangi er bóluefnisumræðan athyglisverðust. Þar er líklega einnig um að ræða leikrit sem líklegast er að fáist botn í núna um hátíðarnar. Að baráttan við veirufjandann standi framá mitt næsta ár er satt að segja hryllileg tilhugsum og gæti alveg eins endað með ósköpum.

Sennilega verður þetta mitt síðasta blogg í nokkurn tíma. Ég þarf að fara í augnaðgerð á Lansanum strax eftir helgi og þó þetta blogg sé ákaflega stutt er ástæðulaust að lengja það um of.

IMG 5131Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lansinn Sæma lagar nú,
litlu hægt að tapa,
haus af strúti, hupp af kú,
og heila fær úr apa.

Þorsteinn Briem, 18.12.2020 kl. 12:52

2 identicon

Gangi þér vel í augnaðgerðinni.

Símon Pétur frá Hákoti 18.12.2020 kl. 18:25

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Langar þangað lítinn mann
en Lansinn hafnar Steina.
Ekkert Steini kveða kann
kannski bara að veina.

Sæmundur Bjarnason, 18.12.2020 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband