3035 - Borgarlínan

Borgarlínan er víst talsvert að bögga Reykvíkinga um þessar mundir. Þegar ég og mitt fólk flutti úr Kópavoginum og á Akranes, var það ekki til þess að fá tvöfaldan atkvæðisrétt til Alþingis þó það fylgdi reyndar með í kaupunum. Ég sé núna að það hefur líklega verið til þess að forðast Borgarlínuna. Hún verður ansi dýr á endanum og kemur ekki á neinn hátt í staðinn fyrir Sundabrautina sem við Vestlendingar höfum beðið eftir nokkuð lengi. Guðlaun fyrir göngin samt. Í framtíðinni gæti hringvegurinn þó legið fyrir vestan eða sunnan við Akrafjall og ástæðulaust finnst mér að fara innmeð Hvalfirðinum til þess eins að komast nógu nálægt Grundartanga.

Mörg rifrildisefnin eiga eftir að koma í ljós í sambandi við Covid. Bretar hafa nú viðurkennt bóluefnið frá Pfizer og eru sennilega fyrstir til þess. Ekki er almennilega vitað hvernig það rímar við Brexit, en líklega veldur það engum vandræðum. Verið getur að við Íslendingar fáum þetta bóluefni strax í janúar. Vonum að Kófið hverfi sem fyrst. Mín vegna mega blessaðir túrhestarnir svosem taka sér frí áfram, en ekki er víst að allir séu mér sammála um það.

Kínverjar létu víst ómannað geimfar lenda á tunglinu í gær, 1. desember. Tilgangurinn er að fá sýni af tunglgrjóti. Árið 2013 urðu þeir víst fyrstir til að láta geimfar lenda á bakhlið tunglsins. Hef svolítið velt því fyrir mér hvernig þeir hafa samband við það geimfar. Kannski Stjörnu-Sævar geti svarað því. Eflaust er hann mun betur að sér um slík mál en ég. Svo er Brímarinn alltaf möguleiki í þessu eins og öðru.

Alltaf styttast bloggin hjá mér, en við því er ekkert að gera. Ég er bara svona.

IMG 4045Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Borgarlínan útilokar að sjálfsögðu ekki Sundabraut, sem yrði einkaframkvæmd, rétt eins og Hvalfjarðargöngin. cool

Meirihluti sveitarstjórnarmanna í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nær allt Alþingi styður Borgarlínuna. cool

26.9.2019:

"
Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, hafa undirritað tímamótasamkomulag um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til 15 ára."

Sáttmáli undirritaður um fjölbreyttar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu - Stjórnarráð Íslands

27.9.2019:

"
Í sátt­mál­an­um er kveðið á um að við end­an­lega út­færslu fram­kvæmda verði sér­stak­lega hugað að greiðri teng­ingu aðliggj­andi stofn­brauta, svo sem Sunda­braut­ar inn á stofn­braut­ir höfuðborg­ar­svæðis­ins."

"Fyr­ir ári var gerð vilja­yf­ir­lýs­ing um að vinna að þess­um höfuðborg­ar­svæðispakka og vinna að mál­efn­um Sunda­braut­ar væru í sitt­hvoru ferl­inu, enda hef­ur alltaf verið gengið út frá því að Sunda­braut verði í einkafram­kvæmd," seg­ir Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri um um­ferðarsátt­mála rík­is og sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu sem und­ir­ritaður var í gær." cool

Þorsteinn Briem, 2.12.2020 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband