3029 - Kosningarnar í bandaríkjunum

Sumir virðast halda að Trump haldi áfram fram á næsta kjörtímabil þessum leikaraskap sínum, að þykjast vera forseti bandaríkjanna. Svo er þó ekki. Að vísu er hann forseti eins og er og verður alveg þangað til á hádegi þann 20. janúar 2021, en nákvæmlega á þeim tímapukti lýkur kjörtímabili hans og hann er ekki forseti lengur. Ég held reyndar að hann muni ekki fara svo langt með þetta. Að hann viðurkenni ósigur er næstum óhugsandi úr þessu. Hinsvegar hlýtur hann að hrökklast úr embætti og hann er ekki svo skyni skroppinn að hann sjái ekki að betra er að hætta þessari vitleysu svolítið fyrir 20. janúar næstkomandi og geta þá komið aftur 2024. Að hann viðurkenni ósigur er alveg fráleitt. Hann hlýtur að halda sig við það að forsetaembættinu hafi verið stolið frá sér.

Nýr forseti á að taka við 20. janúar og fátt eða ekkert virðist geta komið í veg fyrir að það verði Joe Biden. Trump mun ekki flækjast fyrir svo lengi. Spurning er samt hvenær hann mundi viðurkenna ósigur sinn í verki. Ef það verður ekki Joe Biden sem tekur við verður það væntanlega forseti fulltrúadeildarinnar. Það er það segja Nancy Pelosi. Ég held nú að Trump vilji fyrir hvern mun koma í veg fyrir það. Svo mikið held ég að hatrið sé þar á milli.

Hvernig á Trump þá að snúa sér. Til þess að geta látið Hæstarétt bandaríkjanna fjalla um kosningarnar þarf að kæra fyrir brot á alríkistögum eða stjórnarskrá. Ekkert í kosningalögum er samkvæmt alríkislögum, heldur setja ríkin sjálf reglur um kosningaframkvæmd. Auðvitað er hægt að kæra lagaframkvæmd til Hæstaréttar en það hefur ekki verið gert. Ef vafi leikur á um kosningaúrslitin tekur foseti fulltrúadeildarinnar við stjórninni.

Þessvegna held ég að Trump muni á endanum viðurkenn ósigur sinn í verki með því að láta Biden fá stjórnartaumana. Allt sem hann gerir núna getur haft áhrif 2024. Kannski er hann þó ekki farinn að hugsa svo langt ennþá.

Annars er marklítið að velta fyrir sér hvað Trump muni gera. Hann er og hefur verið mesta ólíkindatól og mun væntanlega halda því áfram. Kannski finnur hann uppá einhverju alveg óvænu núna í þessari skák.  

IMG 5201Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Trumps er löngu töpuð skák,
en tröllið skökul skekur,
ekkert Sæma er hálfkák,
út hann karlinn rekur.

Þorsteinn Briem, 21.11.2020 kl. 17:04

3 Smámynd: Loncexter

Er það góð tilfinning að taka við hvíta húsinu í janúar og hugsa til þess að Trump tapaði vegna stórfellds kosningasvindls ? Spurðu Biden ef þú rekst á hann í janúarlok.

Loncexter, 22.11.2020 kl. 14:31

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Tek undir með Loncexter. Hvernig sem þessi málaferli fara, a.m.k. ef skýr svör og og greinargóðar skýringar fást ekki á þessum afbrigðilegheitum í kosningunum.

Línurit yfir tölur Bidens stökkvandi lóðrétt upp Y-ásinn, ótal vitnisburðir um að ekkert hafi verið gert til að sannreyna undirskriftir fleiri hundruð þúsund atkvæða, Biden bætandi við sig milli tveggja kosninga og atkvæði Trumps lækka um sömu tölu. Bara svo fátt eitt sé nefnt.

Ef það fást engar viðhlítandi skýringar á þessu, þá mun orðspor BNA verða skaddað og forsetinn liggja undir grun um kosningasvindl á suður-amerískum skala.

Það mun efla harðstjóra sem eru fjandsamlegir Vesturlöndum og auka verulega líkur á ófrið og ýmiskonar hörmungum. Þetta snýst ekkert um tvo menn Biden og Trump.

Theódór Norðkvist, 22.11.2020 kl. 16:52

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

22.11.2020 (í dag):

Kröfu Trumps vísað frá

Þorsteinn Briem, 22.11.2020 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband