8.11.2020 | 15:57
3024 - Teikað af snilld
Ekki hef ég í hyggju að kommenta neitt sérstaklega á bandarísku kosningarnar. Allir virðast vera með hugann við þær ennþá og þessvegna er upplagt að ræða um eitthvað annað.
Einu sinni hafði ég mikinn áhuga á stjörnufræði. Í þættinum nýjasta tækni og vísindi sá ég ekki betur um daginn en að á Hótel Rangá, sem ég hef hingað til haldið og held jafnvel enn að sé í námunda við Hellu, væri kofi með lausu þaki, sem hægt væri að renna til hliðar. Þetta líst mér óvenju vel á og vil gjarnan vita hvort þessi kofi gæti fylgt ef maður tæki herbergi þar á leigu. Þetta er bara svona hugmynd, sem ég fékk þegar ég sá þáttinn.
Einu sinni sem oftar var ég að flækjast um í Hveragerði. Þar var krakkahópur að teika og gekk fremur illa. Ég var á Sévrólettinum þá og bauð þeim uppá að halda í afturstuðarann hjá mér. Það gerðu þau en voru óvart svo mörg að ég komst ekki af stað. Spólaði bara á sama stað. Bað þau þá að fækka sér eitthvað og þá komst ég af stað. Þetta minnti mig á að mikið sport var að teika í Hveragerði í gamla daga. Einhver teikaði rútuna til Reykjavíkur og þorði ekki að sleppa fyrr en uppí í Kömbum því hún fór svo hratt.
Einhverntíma var það að Guðjón Björnsson, sem lengi var verkstjóri í garðyrkjustöðinni á Reykjum, reyndi að gera leikara úr okkur Jóa á Grund. Ekki veit ég með neinni vissu hvernig hann fékk þá hugmynd. Hugsanlega var það í framhaldi af því að við vorum, ásamt fleiri strákum, látnir fara í kvenmannsföt á skólaskemmtun eða einhverju þessháttar. Satt að segja var þetta fremur slæm hugmynd. Man að hann reyndi að kenna okkur einhver undirstöðuatriði í leiklist, en það gekk illa. Ég man að við áttum að leika Box og Cox. Já, það voru nöfnin á karakterunum sem við áttum að leika. Man ekki eftir neinu öðru í sambandi við þetta. Held samt að þetta hafi verið ákaflega stutt verk og lítið mál að læra textann, en leika kunnum við ekki neitt. Ekki man ég um hvað þetta verk snerist, en sennilega hefur það byggst á hefðbundnum misskilingi og átt að vera fyndið. Hvað um það. Fljótlega kom í ljós að ómögulegt var að framkvæma þetta og Guðjón gafst upp.
Einu sinni sá ég líka Guðjón Björnsson synda svonefnt hliðarsund. Þá var held ég verið að keppa á 17. júni á milli giftra og ógiftra að ég held í boðsundi. Hliðarsund er einhverskonar undarlegt sambland af skriðsundi og baksundi. Það sá ég framá þegar ég fór sjálfur að æfa sund nokkrum árum seinna. Lengst náði ég í því þegar ég varð annar í 1000 metra sundi með frjálsri aðferð á Héraðsmóti Skarphéðins. Þessu hef ég mögulega lýst í blogginu mínu fyrir löngu.
Hef undanfarið verið að lesa markvisst gömul blogg eftir sjálfan mig. (aðrir gera það víst ekki) Sumt af því sem þar er að finna væri vel hægt að nota í ævisögu ef ég nennti slíku. Sennilega er ég bestur í svona sundurlausum endurminningum. Fellur allur ketill í eld ef ég stend frammi fyrir því að þurfa að lesa yfir og raða, sortera og laga til, en það þyrfti óhjákvæmilega að gera ef verða ætti samfella úr þessu.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
"Hótel Rangá státar af glæsilegustu og fullkomnustu aðstöðu landsins til stjörnuskoðunar.
Um 150 metra frá hótelinu er hús með opnanlegu þaki sem getur hýst um 25 gesti í einu."
"Sjónaukarnir eru stórir og geta því sýnt ótrúleg smáatriði á yfirborði tunglsins, ský í lofthjúpi Júpíters, hringa Satúrnusar og landslag á Mars.
Með sjónaukunum er líka hægt að skoða fæðingarstaði stjarna, stjörnuþyrpingar og vetrarbrautir í milljóna ljósára fjarlægð."
Stjörnuskoðun á Hótel Rangá
Þorsteinn Briem, 8.11.2020 kl. 18:56
Alltaf gaman að lesa Sæmund.
Breim, er ekki nóg fyrir lúnatik að kíkja á tunglið teika jörðina á Vetrarbrautinni í venjulegum kíki? Máninn er nefnilega svo broshýr í eðlilegri stærð, en örin eftir bólurnar sjást þegar maður fer í sjónaukana á Hótel Rangá - og það er rangdýrt og hættulegt ef 25 lúnatik eru í stjörnuskúrnum á sama tíma, fyrir utan álfa. Það gæti allt orðið stjörnuvitlaust. Bloggaðu um hvað þú sérð Sæmi, ef þú ferð í skúrinn og skoðar geimverur sem teika um Vetrarbrautina.
FORNLEIFUR, 9.11.2020 kl. 05:55
Öllum bjálfum finnst gaman að uppnefna fólk en undirritaður getur engan veginn sagt til um hvað er nóg fyrir þig, "Fornleifur".
Þorsteinn Briem, 9.11.2020 kl. 10:35
Er þetta Trump-tower á Skaganum þarna á myndinni?
Þorsteinn Siglaugsson, 9.11.2020 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.