3021 - Kosningarnar í Bandaríkjunum

Gleymdi víst að setja mynd með síðasta bloggi. Ansi er maður orðinn gleyminn. Held samt að ég eigi nóg af myndum eftir. Það verður bara sífellt erfiðara og seinlegra að ná í þær. Endurnýtingin lifi. Annars er það mestmegnis þannig að frétt er ekki frétt og blogg er ekki blogg nema mynd fylgi. Við forngripirnir getum samt alveg sætt okkur við annað.

Held ákveðið að Biden muni sigra í forsetakosningunum í Bandaríkunum í byrjun nóvember næstkomandi. Þessa skoðun mína byggi ég aðallega á því að Trump hefur ekki sama aðgang að óánægjufylginu eins og síðast.  Á svipaðan hátt og þegar Trump sigraði Clinton árið 2016 er Biden álitinn tilheyra elítunni einsog Hillary Clinton gerði þá. Trump tilheyrir þessari sömu elítu ekki á sama hátt að minnsta kosti. Aftur á móti hafa gallar hans komið greinilega í ljós á ferli hans á forsetastóli undanfarin fjögur ár.

Auk þess eru Bandaríkjamenn upp til hópa ekki eins hliðhollir kynjajafnrétti og Evrópubúar, sem við Íslendingar tilheyrum augljóslega. Kannski skiptir Covid-19 verulegu máli í þessum kosningum, en þó er það ekki víst.

Útaf öllu þessu álít ég að Biden muni sigra. Í heildina held ég samt að ekki komi til með að muna miklu. Að minnsta kosti muni ekki muna miklu meira á heildaratkvæðamagninu en þegar Trump atti kappi við Clinton árið 2016. Kjörmannaskiptingin er óljósari, en skiptir samt öllu máli eins og berlega kom í ljós þá.

Sennilega skiptir það okkur Íslendinga litlu máli hvor verður fyrir valinu. Báðir eru líklegir til að valda okkur Íslendingum talsverðum kárínum og þeir hugsa eflaust báðir um hag Bandaríkjanna fyrst og fremst.

Minnir að ég hafi skrifað um það áður að ég held að þegar líða tekur meir á tuttugustu og fyrstu öldina muni völdin í heiminum einkum fylgja Bandaríkjunum og Kína. Rússland og Evrópusambandið munu svo koma þar á eftir. Önnur lönd og ríkjasambönd held ég að muni skipta minna máli.

Eiginlega ættu forsetakosningar í Bandaríkjunum ekki að skipta svona miklu máli í heiminum. Að mörgu leyti eru Bandaríkin eins og risaolíuskip. Það tekur langan tíma að skipta um stefnu. Trump hefur sveigt Bandaríkin svolítið til hægri en þó er stórveldasýki þeirra og afskiptasemi söm við sig og breytist ekki mikið, þrátt fyrir allt. Áherslan á sambandið við Evrópu hefur minnkað lítilsháttar og aukist í svipuðu hlutfalli á Asíu, en við því mátti búast og vel getur það haldið áfram þó Demókratar og Biden fái völdin.

Engin saga að þessu sinni, enda virðist andinn hafa tekið sér frí.

IMG 5410Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aldrei Trump þar segir satt,
og Sæmi orðinn gleyminn,
ekki fer þó á því flatt,
og allt veit hann um heiminn.

Þorsteinn Briem, 25.10.2020 kl. 17:30

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Elskar sannleik Steini stuð,
en stundum soldið gleyminn.
Ekkert minnsta agnar puð
er að sigra heiminn.

Sæmundur Bjarnason, 25.10.2020 kl. 22:24

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er merkilegt hvað Trumpsi hefur mikið fylgi eins og hann er nú skringilegur einhvernveginn. Ég yrði ekkert hissa þótt hann ynni. En hvernig svo sem þetta fer ætlum við sonur minn að halda Trumpshátíð á kosningadaginn og elda okkur steik eins og við fengum í Trump Tower fyrir nokkrum árum. Veitingahúsið á jarðhæðinni í Trump Tower er nefnilega svolítið falin perla í New York. Þar fæst klassa matur á mjög góðu verði, sem er ekki algengt þar um slóðir, og ekki skemma hin frábæru vín frá Trump Winery.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.10.2020 kl. 22:49

4 identicon

Sæll Sæmundur,
 
Hann Biden karlinn tilheyrir Council of Foreign Relations (CFR) eða þessari elítu (The Committee of 300), ef Biden hins vegar vinnur þá verður þetta örugglega eins ömurlegt og hefur verið með honum Donald Trump. 
KV.   

OLD BOSS NEW BOSS AlternativeNewsNetworknet SAME OWNERS  #AlternativeNewsNetwork | Meme on ME.ME

Þorsteinn Sch Thorsteinsson 26.10.2020 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband