15.9.2020 | 09:05
3007 - Kartöflugarðar og önnur fyrirtæki
Að minnsta kosti tveir Þorsteinar lesa bloggið mitt að staðaldri. Kommenta oft á það sem ég skrifa. Báðir eru þeim miklir sérfræðingar, en það er ég ekki. Ég er gamalmenni. Komst á sínum tíma lengst á fræðasviðinu fyrir ríflega hálfri öld með því að komast á Samvinnuskólann að Bifröst árið 1959. Við útskrift þaðan var ég í slöku meðallagi hvað einkunnir snerti.
Steini Briem segist hafa unnið á Morgunblaðinu og verið næturvörður í Seðlabankanum. Hann bloggar ekki sjálfur núorðið á Moggablogginu en lætur ljós sitt skína víða annarsstaðar. Hefur mikið yndi af fyrirsögnum og feitletrunum. Fjármál eru hans ær og kýr. Hinn Þorsteinninn er Siglaugsson og er ef til vill tiltölulega nýútskrifaður lögfræðingur. Að því er ég best veit hefur hann fyrir ekki löngu hafið Moggablogg eitt mikið og á örugglega framtíð fyrir sér sem slíkur. Veit ýmislegt en hljómar stundum eins og kennslubók í hagfræði.
Þó ég hafi horn í síðu fésbókarinnar er ekki þar með sagt að ég kenni henni um allt sem aflaga fer í samskiptum fólks. Ríkisstjórnin og Sjálfstæðisflokkurinn sérstaklega vill gjarnan tosa landinu í átt til Bandaríkja Norður-Ameríku, en ég og aðrir vinstri menn viljum gjarnan að landið þokist meira í átt til Evrópu og Norðurlandanna sérstaklega og þar með í átt til ESB. Auðvitað er þetta ekki einfalt mál og margar hliðar á því. Vextir Seðlabankans og það hvort eitt pínulítið flugfélag lifir eða deyr eru smámál í stóra samhenginu. Allt er komið undir þróuninni.
Í bloggi um daginn sagði ég eitthvað á þá leið að hlutabréf væru ímynduð verðmæti. Við það stend ég og geri ekki þann greinarmun á kartöflugörðum og öðrum fyrirtækjum sem Þorsteinn Siglaugsson vill gera. Hlutabréf geta sem best verið einskonar afurð. Meirafíflskenninguna vil ég standa við. Minnir að ég hafi fyrst heyrt um hana í einhverju sem haft var eftir Margeiri Péturssyni. Engin furða er þó ekki fallist allir á það að hlutabréfamarkaðurinn sé nútíma vestræn útgáfa af keðjubréfum. Þessi skoðun er nefnilega talsvert róttæk og ég eigna mér hana allsekki. Blessuð keðjubréfin tröllriðu nefnilega einu sinni Íslenskum veruleika.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:31 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Meirafíflskenningin á svo sannarlega oft við. Eitt fyrsta dæmið um hana sem ég man eftir var þegar Ármann Reynisson fékk fullt af fólki til að fjárfesta í fyrirtæki sínu Ávöxtun. Það var hálfgert keðjubréfasvindl ef ég fer rétt með. Svo man ég eftir því kringum aldamótin þegar þúsundir hættu sparifé sínu og tóku jafnvel lán til að kaupa bréf í fyrstu útgáfunni af Íslenskri erfðagreiningu. Það fóru margir flatt á því. En eigandinn græddi.
Þorsteinn Siglaugsson, 15.9.2020 kl. 09:27
Þetta er alveg rétt. Ég man eftir þessu. Sigurður Berndsen (eða Siggi Berings, eins og mamma og pabbi kölluðu hann) var einn af þeim fyrstu sem ég man eftir. Okurlánarar voru þeir kallaðir í eina tíð. Kunnu bara á kerfið.
Sæmundur Bjarnason, 15.9.2020 kl. 11:00
Undirritaður var öryggisvörður í Seðlabankanum, blaðamaður á Mogganum og margt fleira fyrir þrítugt en er talsvert eldri núna, elsku kallinn minn.
Fyrir mörlensk gamalmenni skiptir yfirleitt harla litlu máli hvaða vexti fólk þarf að greiða hér á Klakanum.
Fyrir yngri Íslendinga skipta vextir hér hins vegar gríðarlega miklu máli og fjölmargir þeirra kjósa aðild Íslands að Evrópusambandinu vegna mun lægri vaxta hér með aðildinni.
Menn geta að sjálfsögðu grætt eða tapað á hlutabréfakaupum en hafi einhverjir keypt evrur fyrir 100 milljónir mörlenskra króna um síðustu áramót og selt þær aftur núna hafa þeir grætt á því um 20 milljónir króna.
Og undirritaður keypti evrur í byrjun mars síðastliðins, því augljóst var, hugsanlega einnig fyrir Samvinnuskólagengna menn með lélegar einkunnir, að gengi mörlensku krónunnar myndi falla gríðarlega vegna Covid-19.
Jafn augljóst er að vextir munu hækka mikið hér Klakanum og þar með afborganir af til að mynda húsnæðislánum, eins og Seðlabankinn hefur varað við.
En sumir eru með nefið í kartöflugörðunum svo skín í rassboruna og öllum er að sjálfsögðu frjálst að tapa tugmilljónum króna, til að mynda vegna húsnæðislána, ef þeir endilega vilja.
Þorsteinn Briem, 15.9.2020 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.