3001 - Bloggið mitt

Eiginlega hef ég sýnt fram á það með þessum þrjú þúsund bloggum, að það er lítill vandi að skrifa og skrifa; spurningin er bara hvort það er eitthvað að marka þetta allt saman. Eða hvort það hefur einhvern tilgang. Tilgangurinn væri þá einkum og sér í lagi sá að þeir sem lesa bloggin mín færu fyrir rest að hugsa eins og ég. Þó ekki væri nema í smástund eða þangað til þeir lesa hugsanlega eitthvað annað og merkilegta eða komast að því á annan hátt. Kannski er það einkum þetta sem vakir fyrir þeim sem skrifa fyrir aðra. Ég voga mér ekki að skrifa rithöfundum, því það eru svo sannarlega fleiri en þeir sem skrifa. Alla tíð síðan ég byrjaði að blogga hef ég átt því láni að fagna að lesendur hafa verið einhverjir. Aldrei verulega margir en þó ekki tiltakanlega fáir. Núorðið eru þeir sjaldan færri en svona eitt til tvö hundruð, ef ég læt svo lítið að blogga þann daginn og ég er ágætlega ánægður með það.

Þessar smásögur eða örsögur sem ég vil kalla svo og ég hef verið að birta og skrifa undanfarið eru ekki sérstaklega vinsælar. Enda má gera ráð fyrir að allir eða allflestir hafi yfirdrifið nóg að lesa. Þessvegna er ég að hugsa um að hætta þessari vitleysu og halda áfram með mínar hugleiðingar um lífið og tilveruna. Þó ekki séu þær hugleiðingar sérlega frumlegar eða framúrstefnulegar. Helsti gallinn sem ég sé á Moggablogginu er að það virðist hafa orðið að láta í minni pokann gagnvart fésbókinni og vera einkum og sér í lagi notað til ritæfinga í skólum. Fésbókin er væntanlega að syngja sitt síðasta svo þessi 3000 blogg gætu hugsanlega orðið mér til framdráttar með tímanum.

Á fimmtudaginn fór ég í augnskoðun hjá henni Elvu Dögg á Hondunni okkar hjónanna og nú er Bílás búinn að selja Fókusinn svo eins og stendur eigum við bara einn bíl, sem er að sjálfsögðu alveg nóg. Ekkert sérstak er að frétta að þessari augnskoðun. Þó get ég vænst þess að fara í augnsteinaskipti á næsunni hjá lansanum svokallaða eða Landsspítla Íslands. Vera mín á hinum landsfrægu biðlistum þar lengist því enn svolítið.

Það sem ég er hvað óánægðastur með í sambandi við bloggið mitt er það hve fáir virðast finna hjá sér hvöt til þess að kommenta á það sem ég skrifa. Alveg er ég samt viss um að þeir sem lesa eru ekki nærri alltaf sammála mér. Aðallega eru það sömu mennirnir sem kommenta og ég svara þeim að ég held yfirleitt. Kannski finnst samt mörgum að svör mín einkennist af einhverju sem þau ættu ekki að einkennast af. Þó get ég ekki vitað það án þess að mér sé bent á það.

IMG 5527Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú ættir endilega að halda áfram með sögurnar, en það væri kannski sniðugt að klára þær. Þar sem síðasta sagan endar hefði getað tekið við spennandi erótískur kafli um samkynhneigðar ástir manns og álfs. Sú á undan var lofandi klámsaga en stoppaði einhvern veginn í lausu lofti. Hugsa að blautlegar sögur myndu draga að fleiri lesendur, þ.e.a.s. ef þær hættu ekki bara í miðju kafi.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.9.2020 kl. 22:23

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er alla vega ekki allt morandi í málvillum, stafsetningarvillum eða innsláttarvillum hjá þér, Sæmi minn, eins og til að mynda hjá Sigurði Sigurðarsyni og Ómari Ragnarssyni, sem sífellt gapa um að aðrir skrifi ekki rétta íslensku. cool

Ómar hefur til dæmis margoft skrifað "einhvert" þegar hann á við "eitthvert" og "Ermasund", enda þótt oft sé búið að benda karlinum á að sundið heiti Ermarsund, sem er dregið af franska nafninu á sundinu, L
a Manche (Ermin).

Og dóttir hans skrifaði "hlutafés" á ruv.is, þannig að karlinn hefur trúlega gapað mikið um "fésmálaráðherra" þegar hann átti við fjármálaráðherra, því það læra börnin sem fyrir þeim er haft. cool

Þorsteinn Briem, 5.9.2020 kl. 23:58

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, Þorsteinn það getur vel verið að ég haldi áfram við sögurnar, en of mikið má af öllu gera. Sennilega koma þær bara svona öðru hvoru á næstunni. 

Gott er að fá smágagnrýni á þær. Þetta er nú bara það sem mér dettur í hug þá og þá stundina.

Sæmundur Bjarnason, 6.9.2020 kl. 08:55

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Steini minn. Gagnrýnin hjá þér er stundum ansi harkaleg og ég er ekki viss um að þú sért allsstaðar í miklum hávegum hafður. Gagnrýni hittir stundum þann fyrir sem setur hana fram. Þessvegna er skynsamlegt að gæta mikils hófs í henni. Hef samt gaman af vísunum frá þér, þó stundum mætti gagnrýna þær.

Sæmundur Bjarnason, 6.9.2020 kl. 09:01

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er nú alveg rétt hjá nafna finnst mér að menn eigi ekki að vera að skamma aðra fyrir vonda stafsetningu og málfar ef þeir ráða ekki við að hafa þetta rétt sjálfir. Það á eflaust við um fleiri en Ómar.

Annars, fyrst á þetta er minnst, er það sem mest fer í taugnar á mér við málfar margra fjölmiðlamanna, og fleiri raunar, upp á síðkastið er að geta ekki haft persónufornöfn rétt. Þannig er til dæmis sýknt og heilagt verið að nota persónufornafnið "þau" um "fólk", en "fólk" er hvorugkynsorð í eintölu og rétta fornafnið því "það". Dæmi: "Fólkið fór út í búð og þau keyptu sér snúða". 

Þorsteinn Siglaugsson, 6.9.2020 kl. 12:24

6 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Vel gert að halda þessu ágæta bloggi úti. 

Takk fyrir þín skrif.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 6.9.2020 kl. 15:49

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú verður eiginlega að fara að skrifa meira um hann Trump vin þinn. Fólk hefur gaman af að lesa ljótt um hann. Þá fara fleiri að nenna að lesa þig.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.9.2020 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband