18.8.2020 | 17:13
2994 - Ráðherrann af Skaganum
Sennilega er það Þórólfur sóttvarnalæknir sem ræður næstum öllu hér á landi hvað kórónuveiruna snertir. Og þar með ræður hann töluvert miklu. Hvort sem hann vill eða vill ekki. Ríkisstjórnin er eins og hver annar kjaftaklúbbur og veit ekkert í hvern (eða hvorn) fótinn hún á að stíga. Mottó hennar hingað til hefur verið að gera sem allra minnst og hver veit nema það sé farsælast þegar til lengdar lætur. Mér segir svo hugur um að hún ætli sér samt að styrkja íslenska flugfélagið eins og þörf er á. Það heitir víst ensku nafni eins og er. Þar að auki óttast ég að til standi að reyna að fá sem flesta til að gleyma Samherja og Namibíu og kannski tekst það.
Mikið er rætt um upplýsingaóreiðu og ákvarðanaóreiðu eða -fælni eins og hingað til hefur verið látið nægja. Meðan Kári og Þórólfur eru að mestu sammála um hvað gera skuli í þessum veirumálum, hef ég litlar áhyggjur af hinni svokölluðu ríkisstjórn í þeim málum. Þó mælt sé með ýmsum lyfjum við veirunni, er það samkvæmt minni hugsun ekki nein lausn. Held að sú lausn komi ekki fyrr en í fyrsta lagi um jól og verði í formi bóluefnis. Venjulegt flesnubóluefni hugsa ég að komi fyrr. Sennilega í október, og ekki er rétt að rugla því saman við Covid-bóluefni, sem líklega verður allsekki fáanlegt svo snemma.
Margar vitleysur held ég að hafi verið gerðar í kórónu-bardaganum. Fyrir það fyrsta hagræðir Þórólfum sannleikanum ansi mikið og oft í sinni umfjöllun og þjónkun við ríkisstjórnarplebbana, Víðir er orðinn eins og biluð plata og hamrar sífellt á því sama aftur og aftur. Þrátt fyrir mærðina er Alma eiginlega sú skásta af þríeykinu. Þetta hefur ekki mátt segja að undanförnu því miðdegisþáttur þeirra hefur verið svo vinsæll. Steininn tók þó úr þegar Þórólfur fór að afsaka og fyrirgefa ráðherra ferðamála. Þó hún líti nokkuð vel út og hafi eflaust staðið sig sæmilega í skóla gerði hún afdrifaríka vitleysu þegar hún fór út að skemmta sér með æskuvinkonum sínum, að hún sagði. Gallinn er bara sá að vel getur verið að fleiri eigi æskuvinkonur. Ef hún fær ekki a.m.k. áminningu fljótlega mun þetta verða ríkisstjórninni dýrkeypt í næstu kosningum. Og svo tók Katrín að sér að mæla henni bót í Kastljósi kvöldsin en Kata er nú bara Kata.
Í öllum þeim fjölbreyttu og margbrotnu myndum,
sem mannlífið birtist oss Jörðinni á
sú gleðin er stærst sem að gerist í syndum
og gamanið mest er að fara uppá.
Þessa vísu gerði ég fyrir langa löngu. Man ekkert hvenær það var. Hún rifjaðist upp fyrir mér núna rétt áðan. Ekki hef ég hugmynd um hversvegna hún gerði það. Þessi vísa hefur mér ekki komið í hug í fjöldamörg ár. Fyrr en núna áðan. Ekki er það nein furða þó mér hafi komið í hug síðasta vísuorðið fyrst og svo hafi ég rakið mig uppeftir vísunni. Sennilega er hún ekki sem verst.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þórdísar nú svört er synd,
svolgrar í sig kóvítið,
tekin var þar tvíræð mynd,
en tindilfætt er helvítið.
Þorsteinn Briem, 18.8.2020 kl. 18:57
"7. gr. Það er almenn skylda að gjalda sem mesta varúð við smitsjúkdómum og gera sér allt far um að sýkja hvorki sjálfan sig né aðra, að svo miklu leyti sem framkvæmanlegt er. ..."
"19. gr. Brot gegn lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að þremur mánuðum."
Sóttvarnalög nr. 19/1997
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands verða að sjálfsögðu að sýna gott fordæmi og prédika ekki fyrir öðrum að gera það sem þeir sjálfir gera ekki.
Þorsteinn Briem, 18.8.2020 kl. 19:05
Dísa er í djöfuls klemmu
daman hefur brugðist oss.
Vinstri menn nú vænta slemmu
vonast eftir lokakoss.
Sæmundur Bjarnason, 18.8.2020 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.