6.8.2020 | 05:35
2988 - Kanarí-Hundaeyjar segja sumir
Öllu mögulegu er nú frestað eða það fellt niður vegna Covid-19. Ekki sýnist mér að ég fari á mis við neitt þó svo sé gert. Kannski ber það þess vott að ég eða réttara sagt við hjónin förum ekki margt og skemmtum okkur lítið. Samt er þessi veira hundleiðinleg. Allt er gert til að létta ferðaiðnaðinum róðurinn. Og er það e.t.v. að vonum. Þessvegna kemur það svolítið á óvart að innan við 10 hafa sótt um lán hjá Ferðaábyrgðasjóði eftir því sem sagt er í Fréttablaðinu. Kannski er þetta vegna þess að stjórnvöld hafa gætt þess að hafa þessi lán ekki mjög aðgengileg. Hinn möguleikinn er sá að ferðamannaiðnaðurinn eða lundaveislan sé ekki eins illa á vegi stödd og stundum er látið í veðri vaka. Hugsanlega er ástæðan blanda af þessu og mörgu öðru.
Eitt er það sem ég ætti hugsanlega að gera meira af. Það er að lúslesa mbl.is, linka í það og leggja eitthvað útaf því í blogginu minu. Þetta gera sumir og þó ég hafi eitt sinn stundað það að linka í fréttir á mbl.is sótti ég mér aldrei hugmyndir þangað. Reyndi frekar að finna eitthvað sem passaði sæmilega við eitthvað af því sem ég skrifaði. Úr því að ég er að blogga á Moggablogginu á annað borð, væri kannski réttast að sækja sér hugmyndir þangað og leggja útaf ýmsu sem þar er sagt. T.d. til þess að sýnast voða gáfaður eða að reyna að vera ógeðslega fyndinn með því að vera nógu orðljótur og klámfenginn. Ég fer um borð og borða um borð fyrst borðað er um borð á annað borð, var einu sinni sagt. Vel getur verið að með því mætti auka vinsældir míns bloggs, en svo er líka á það að líta að vel er hugsanlegt að ávinningur af auknum vinsældum sé enginn.
Í Covid-19 fréttum er það einna helst að stjórnvöld á Kanaríeyjum hafa lýst því yfir að allir túristar þar verði tryggðir fyrir kostnaði vegna veirusýkingarinnar Covid-19. Ekki held ég að þeir sem drepast úr þessari veiki fái lífið aftur, en allan kostnað vegna þessa ættu þeir að geta fengið endurgreiddan. Kanaríeyjar, Gran Canary, Tenerife og fleiri eyjar, eru hluti af Spáni og ferðamálayfirvöld þar eru afskaplega ósátt við þá ákvörðum Breta að setja alla sem þaðan koma í tveggja vikna sóttkví. Hvernig gengur að fá þennan kostnað endurgreiddan á Kanaríeyjum veit ég ekkert um. Tryggingarskilmálarnir eru vafalaust flóknir.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Mikið sukk og svínarí,
Sæma uppá Skaga,
ef karlinn fer til Kanarí,
kannski má það laga.
Þorsteinn Briem, 6.8.2020 kl. 10:44
Kanaríeyjar eru ídeal fyrir mörlenska "hillbillies", til að mynda Miðflokkinn.
Öðru máli gegnir um gamlar evrópskar borgir, til dæmis Rúðu í Frans, og hvergi í heiminum hefur undirritaður verið í skemmtilegra og menningarlegra brúðkaupi en þegar þar voru gefin saman franskur vinur minn og stelpa frá Akranesi.
Brúðkaupsveislan endaði með systur brúðarinnar og bróður brúðgumans undir langborðinu en faðir brúðarinnar ráfaði um, sauðdrukkinn, og kvikmyndaði öll herlegheitin.
Þorsteinn Briem, 6.8.2020 kl. 12:31
Lagar Steini eflaust allt
engu þarf að kvíða.
Fær sér bara meira malt
því mjög leiðist að bíða.
Sæmundur Bjarnason, 6.8.2020 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.