4.8.2020 | 07:05
2986 - Kóvítinn enn og aftur
Það er orðið nokkuð langt síðan ég hef bloggað. Man ekki hvenær þar var síðast. Að ég skuli byrja á þennan hátt sýnir að ég hef enga mission. Það er að segja mér er ekki sérlega sýnt um að sannfæra lesendur mína um nokkurn skapaðan hlut. Ekki einu sinni um sérstaka pólitíska skoðun. Margir hafa hana og reyna að sannfæra aðra um að hún sé sú eina rétta. Hvaða erindi á ég þá við væntanlega lesendur mína? Er það kannski að sannfæra hugsanlega lesendur um að skoðun mín á heimsmálunum og á Donaldi Trump Bandaríkjaforseta hljóti að vera sú eina rétta? Ég veit ekki einu sinni sjálfur hver hún er!!
Nú er kórónuveiran að ná sér á strik aftur. Sennilega verður þessi veiruskratti til þess að hugarfar almennings breytist verulega. Þeir sem einu sinni voru ríkir og voldugir verða kannski fátæklingar morgundagsins. Ekki veit ég hvernig þetta á að gerast, en leyfilegt er að vona. Kannski minnkar vonskan í heiminum við þetta. Hún gerði það að vísu ekki þegar síðasti faraldur gekk yfir. Kannski gerir þessi það samt. Nú hljóta menn að sjá að í raun og veru eru allir jafnir. Landamæri og aðskilnaður er bara til bölvunar. Óhæf stjórnvöld verður að setja af.
Sumir segja að fjármagn leiti alltaf þangað sem fjármagn er fyrir. Það sé semsagt eins og hver önnur óværa. Kannski er það rétt. Sé svo er lítil von til þess að ástand heimsmála batni við þessi ósköp. Hver veit samt nema veiran margumtalaða og mjöghataða sannfæri menn um að skipulag heimsins sé eins og hver önnur hugsanavilla. Þurfa menn endilega að vera ríkari en nágranninn. Held ekki. Samt er það svo að ekki geta allir verið jafnir. Það hefur verið sannað. Sósíalisminn hefur verið prófaður. Hann reyndist herfilega illa. Föðurlandsást og hernaður er afturhvarf til fyrri tíma. Hvað er þá hægt að gera? Kannski er veiran að sýna okkur það.
Ruglast svolítið á hinum fjórum stóru tæknifyrirtækjunum í Bandaríkjunum. Þau eru að ég held: Facebook, Amazon, Apple og Google. Sum þeirra heita reyndar eitthvað annað núna. Hafa sennilega gleypt einhver önnur fyrirtæki. Gott ef annaðhvort Amazon eða Google eiga ekki Twitter, Youtube, SpaceEx, Microsoft og Tesla, ásamt öðrum smáfyrirtækjum eins og t.d. PayPal og Instagram. Einu sinni voru kvikmydndafyrirtækin. olíufélögin og bílaframleiðslufyrirtækin í Bandaríkjunum talin allstór. Svo er ekki lengur. Einstaka menn telja bankana og Tryggingafyritækin þar stór. Svo eru það stóru fyrirtækin í Japan, Kína og Suður-Kóreu, að ekki sé minnst á Evrópsku fyrirtækin sem einu sinni voru álitin nokkuð stór. Hvar endar þetta eiginlega. Látum ekki stóru alþjóðlegu fyrirtækin ráða öllu. Það er til bölvunar. Ekki er nóg að segja Huawei að fara í rass og rófu þó sumir haldi það.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ætli það sé ekki um fjórða hver færsla hjá þér sem byrjar á yfirlýsingu um að það sé langt síðan þú bloggaðir síðast Sæmundur.
En til upprifjunar var það um miðja síðustu viku. Það er visst áhyggjuefni ef þú manst það ekki
Þorsteinn Siglaugsson, 4.8.2020 kl. 10:55
Trúboð ekkert telur hann,
í trúboðsstellingunni,
trúna hann og traustið fann,
hjá tíræðri kellingunni.
Þorsteinn Briem, 4.8.2020 kl. 13:39
já, Siglausson, áhyggjuefni er það. Skammtímaminninu er ekki að treysta hjá mér. Sennilega er það aldurinn. Auðvitað hefði ég getað gáð að því. Þakka þér samt fyrir að segja mér þetta.
Sæmundur Bjarnason, 4.8.2020 kl. 14:48
Steini Briem, held að ég hafi trassað að svara vísum þínum að undanförnu, þetta er stundum argasta hnoð hjá mér og eins gott að sleppa því. En góði haltu áfram en þú nennir. Sú tíð mun vonandi koma að ég fari aftur að svara vísum þínum í sömu mynt.
Sæmundur Bjarnason, 4.8.2020 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.