2984 - Intermittent fasting II

Minnir að ég hafi sagt í blogginu sem ég setti upp um daginn að ég væri ekki sérfræðingur í neinu. Eiginlega er ég samt orðinn sérfræðingur í „Intermittent fasting“. Það hef ég praktíserað nokkurnveginn frá síðusutu áramótum. Hef semsagt ekki látið smámuni eins og Covid-19 veiruna trufla mig í þessari lífsstílsbreytingu minni. (Kannski er vissara að taka fram að með því að kalla Covid-19 smámuni er ég að reyna að vera fyndinn.) Þangað til fyrir skömmu vildi ég ekki einu sinni fallast á að þetta væri megrunarkúr. Allan tímann hefur megrun samt verið meðvirkandi ástæða fyrir því að ég tók þetta upp.

Þetta hefur auk þess að hafa breytt lífsviðhorfi mínu og heilbrigði á ýmsa lund valdið því að ég hef að verulegu leyti losnað við ístruna, sem ég var búinn að koma mér upp. Fyrst í stað fannst mér erfitt að hætta með öllu á borða á kvöldin. Smátt og smátt varð það auðveldara og auðveldara og ég fór að verða grútsyjaður snemma á kvöldin. Fer oftast að sofa um ellefuleytið núorðið. Reyndar hafði það aldrei verið neitt sérstakt vandamál hjá mér að sofna á kvöldin. Frekar að ég væri andvaka á nóttinni og yrði ekki syfjaður aftur nema með því helst að fá mér eitthvað.

Mælanleg þyngd mín hefur mest orðið 127,5 kíló. Núna er ég samkvæmt nýjustu mælingu 108,6 kíló (það kann þó að hrökkva til baka) og stefni að því að fara undir 100 kíló ef ég mögulega get. Síðast þegar ég reyndi að megra mig (ætli það hafi ekki verið árið 2015 eða svo fór ég niður í 102,5 kg þegar ég gafst upp.) Viðurkenni alveg að það er ansi langur tími til hádegis ef ég vakna snemma. Stundum er það jafnvel um fimmleytið, sem ég vakna. Ef ég vakna um fjögurleytið eða fyrr, kalla ég það að verða andvaka, en ef það er eftir eða um fimm kalla ég það að vakna snemma.

Já, ég gleymdi alveg að segja frá því að ég stunda svokallað „16:8 Intermittent fasting“. Þ.e.a.s. frá því um átta á kvöldin og til hádegis daginn eftir borða ég allsekki neitt. Fæ mér þó kaffi, vatn, te og kjötsoð á þessu tímabili eins og mig minnir að ég hafi sagt frá. Þessi aðferð til megrunar á nokkuð vel við mig. Aðallega held ég að það sé vegna þess að ekki þarf að vera að telja kalóríur og spekúlera í því hvað megi éta og hvað ekki. Á þessu 8 tíma bili á hverjum sólarhring borða ég nefnilega hvað sem er og í eins miklu magni og mig langar til. Fyrst í stað fannst mér eins og ég þyrfti að éta mikið, vegna alls þess matar sem ég hafði neitað mér um, en smám saman hefur það rjátlast af mér.

Margt má um þessa aðferð segja. Um hana hafa verið skrifaðar margar bækur. Engar þeirra hef ég lesið og tel mig ekki þurfa á því að halda. Ekki hef ég rekist á neina bók um þetta á íslensku. Þær kunna þó að vera til. Fésbókargrúppa held ég þó að sé til um þetta, en einsog flestallir lesendur mínir hljóta að vita þá er ég talsvert andsnúinn því fyrirbrigði sem kallast Fésbók eða Facebook.

Skelfing er þetta sjálfmiðað blogg. En ef lýsa á þessari aðferð er eiginlega ekki hægt að komast hjá því. Með þessu verður bloggið mitt kannski vettvangur fyrirspurna um þessa föstuaðferð, en það er allt í lagi. Kannski eru einmitt einhverjir af lesendum mínum forvitnir um ýmsar hliðar á þessum megrunarkúr ef hægt er að kalla þetta svo virðulegu nafni. Ég mun áreiðanlega reyna að svara fyrirspurnum um þetta ef ég hugsanlega fæ einhverjar og tel mig færan um að svara þeim. 

IMG 5744Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hámar í sig graut og grút,
í gríðarlegu magni,
karlinn því í sorg og sút,
í sínum eðalvagni.

Þorsteinn Briem, 24.7.2020 kl. 19:37

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Alltaf Steini er í hnút
ekkert hann að marka.
Klám og annað kemur út
kallinn er að slarka.

Sæmundur Bjarnason, 25.7.2020 kl. 05:15

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gulvestungar stjórna ekki Frakklandi, enda eru þeir ekki meirihluti kjósenda í landinu. cool

Og ætli bandarískir kjósendur ráði því ekki sjálfir hvern þeir kjósa í næstu forsetakosningum en ekki mörlenskir einangrunarsinnaðir öfgahægrikarlar í hrörlegum kumbalda í Vestmannaeyjum eða niðurníddum sveitabæ við Egilsstaði, menn sem væru kallaðir "hillbillies" í Bandaríkjunum. cool

"Hillbilly - An unsophisticated country person, as associated originally with the remote regions of the Appalachians."

Til að veiða atkvæði mörlenskra öfgahægrisinnaðra "hillbillies" þóttist formaður Miðflokksins hér á Klakanum búa í kjallaraholu á sveitabæ í Norðausturkjördæmi, enda þótt hann byggi í raun í Reykjavík og siðar í Garðabæ.

Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill mynda ríkisstjórn með Miðflokknum, sem er einangrunarsinnaður öfgahægriflokkur, þrátt fyrir nafnið. cool

Öfgahægrikarlinn og einangrunarsinninn Ómar Geirsson vill engin samskipti Mörlendinga við umheiminn vegna Covid-19 og vill því auðvitað stöðva útflutning á fiski og áli frá Austfjörðum. cool

21.7.2020 (síðastliðinn þriðjudag):

"Fimm skip­verj­ar dvelja nú í sótt­varna­hús­inu við Rauðar­ár­stíg. Tveir þeirra eru með staðfest smit og hinir þrír í sótt­kví vegna ná­lægðar við þá. Þetta staðfest­ir Gylfi Þór Þor­steins­son, for­stöðumaður húss­ins.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is eru skip­verj­arn­ir af [súráls]skip­inu Sea­boss, sem lagðist að bryggju við Grund­ar­tanga á miðviku­dag eft­ir sigl­ingu þangað frá Bras­il­íu."

Og nú fær undirritaður líklega hótanir um líkamsmeiðingar frá mörlenskum öfgahægrisinnuðum "hillbillies", eins og fyrri daginn hér á Moggablogginu. cool

22.7.2020 (síðastliðinn miðvikudag):

Hótað lífláti og nauðgun vegna ummæla um Kópasker og Raufarhöfn

Þorsteinn Briem, 25.7.2020 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband