8.6.2020 | 20:52
2969 - Hinn trompaði Trump
Þessar týpur sem allt vita, eða þykjast vita, og allt geta eru dálítið þreytandi til lengdar. Stundum er samt auðvelt að læra á þær og þá má fá þær án fyrirhafnar til að gera allan fjandann með því að fara rétt að þeim. Ef þær eru látnar komast upp með allt og ná of miklum völdum geta þær valdið talsverðum skaða. Frægasta dæmið um slíkt er Trump Bandaríkjaforseti. Hann hefur greinilega náð alltof miklum völdum og veldur gríðarlegum skaða. Auðvitað geta bandaríkjamenn sjálfum sér um kennt, að hafa kosið þetta gerpi til ábyrgðarstarfa. Samt verður að gera gott úr þessu og láta sem ekkert sé. Mistök af þessu tagi getur verið erfitt að leiðrétta, en í hinum vestræna heimi er slíkt samt gerlegt á fjögurra ára fresti. Það verður líka gert í haust. Verst er að sá sem tekur við er ekki mikill bógur þó hann sé að flestu leyti mun skárri en Trump. Annars skiptir stundum mestu máli í svona tilfellum hvernig nánustu aðstoðarmenn gerpisins haga sér.
Að fylla umhverfi sitt með áhugaverðu efni. Snýst fésbókin ekki aðallega um það? Fæstum tekst þetta almennilega, en þegar allt kemur saman má kannski segja að út úr því komi efni sem er áhugavert fyrir einhverja. Spurningin er bara hvar í fjandanum þeir eru. Sennilega halda þeir sig í mikilli fjarlægð. Afleiðingin verður yfirleitt sú að maður verður að leika þessa einhverja sjálfur og það er hundleiðinlegt. Er fésbókin þá hundleiðinleg? Það finnst kannski einhverjum, en flestir eru sífellt að leita. Verst að þeir vita ekki að hverju þeir eru að leita. Svona má fabúlera endalaust án þess að nokkuð komi útúr því.
Nú er ég farinn að liggja miklu meira fyrir í hjónarúminu, en ég áður gerði. Rúmið er líka miklu fullkomnara núna. Hægt að stilla það á marga vegu. Geimfarastillingin hugnast mér best. Þar fæ ég líka þessar geníölu hugmyndir alveg á færibandi. Ég nenni samt ekki nærri alltaf að koma þeim á blað þó þær eigi það vissulega skilið. Þyrfti að finna einhverja aðferð til þess að geta forðað þessum snjöllu hugsunum frá því að gleymast. Þarf semsagt að reyna að skrifa þó ég liggi útaf. Það gæti orðið erfitt. Allt má þó reyna.
Hvar eru takmörk mannlegrar snilli? Kannski felast þau í að koma sér sem oftast úr rúminu og að tölvunni. Mér hefur að minnsta kosti reynst það vel. Með því að afstilla geimfarastillinguna og flýta sér að tölvunni hefur mér tekist að forða margri snjallri hugsuninni frá gleymsku og dái. Þannin vil ég starfa. Með því stuðla ég að aukinni fjölbreytni í hugsunum homo sapiens sapiens.
Já, svona er hægt að halda lengi áfram. Er ekki bara best að hrósa sjálfum sér nógu mikið. Ekki gera aðrir það.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Moggablogg er karlakór,
kvöl að sjá þann hroða,
Sæmi rúmi fram úr fór,
fésbók til að skoða.
Þorsteinn Briem, 8.6.2020 kl. 23:06
Steini litli státinn er
stríðir gömlum kalli.
Trauðla hann í felur fer
frakkur sprayar galli.
Sæmundur Bjarnason, 9.6.2020 kl. 09:16
Ruglið í aftaníossum Trumps er yfirgengilegt og í þínum sporum myndi ég ekki fara úr geimfarastellingunni, Sæmi minn.
Fullyrt hefur til að mynda verið að flugskýli Ernis, sem aftaníossar Trumps trompuðust yfir núna um helgina, væri á landi ríkisins við Skerjafjörð.
Í fyrsta lagi keypti Reykjavíkurborg landið við Skerjafjörð af ríkinu og í öðru lagi hefur flugskýli þetta allan tímann verið á landi Reykjavíkurborgar, einnig áður en borgin keypti þetta land af ríkinu, eins og sjá má lengst til hægri á teikningu í þessari frétt:
Ríkið selur Reykjavíkurborg land við Skerjafjörð
Landið undir norður-suður flugbraut Reykjavíkurflugvallar er í eigu Reykjavíkurborgar, bæði sunnan við og norðan við austur-vestur flugbrautina, en landið undir þeirri braut er í eigu ríkisins.
Ein flugbraut hefur hins vegar ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu en ríkið getur selt landið til að fjármagna flugvöll í Hvassahrauni.
Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.
Og frá þeim tíma hefur verið 92% verðbólga hér á Íslandi.
"Áætlað er að fullbúinn innanlands- og varaflugvöllur í Hvassahrauni, sem jafnframt þjónaði sem kennslu- og einkaflugvöllur, kosti um 44 milljarða króna en kostnaður við nauðsynlega uppbyggingu í Vatnsmýrinni er um 25 milljarðar króna."
Mismunurinn er því einungis 19 milljarðar króna.
Flugvallakostir_á suðvesturhorni landsins - Nóvember 2019
Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.
"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og meina öðrum að nota hann."
28.11.2019:
Samkomulag Reykjavíkurborgar og ríkisins um Hvassahraun
Þorsteinn Briem, 9.6.2020 kl. 11:36
Sæmundur, er ekki hægt að tala inn texta úr rúminu í dag? Veit það eru til öpp fyrir ensku, eru þau ekki líka til fyrir íslensku?
Hrannar Baldursson, 10.6.2020 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.