21.4.2020 | 23:29
2939 - Mannapar
Þegar ég kom í fyrsta skipti til Kanaríeyja heyrði ég mikið talað um Mannabar. (Jú, auðvitað líka um Klörubar, en ég ætlaði að tala hérna um misskilning) Mér fannst nefnilega að alltaf væri talað um mannapa en ekki Mannabar. Ég hélt semsagt að staðurinn héti Mannapar en ekki Mannabar. Það er svo fyrir utan þessa sögu að þessi svonefndi Mannabar olli mér talsverðum vonbrigðum, en það gerði Klörubar ekki. A.m.k. ekki í sama mæli. En sleppum því. Margt mætti sjálfsagt um Gran Canary og ekki síður Tenerife segja en ég er að hugsa um að gera það ekki að þessu sinni.
Eiginlega er varla hægt að blogga án þess að minnast á Covid-19. Þríeykið fræga sem stjórnar vinsælasta þættinum í Sjónvarpi Allra Landsmanna væri auðvitað hægt að minnast á líka, en fólk getur bara horft á þáttinn þeirra sem sýndur er á hverjum einasta degi. Heimsmetið sem Trump forseti slær um þessar mundir í dánartölu á hverjum degi er um þetta leyti sennilega á milli 40 og 50 þúsund. Mikilvægt væri sjálfsagt að losna við hann sem fyrst, en vitanlega er ekki hægt að endurtaka og leiðrétta allar vileysurnar sem hann gerði í upphafi farsóttarinnar.
Þetta er ískyggilegt. Þegar ég kíkti á 50 listann áðan á Moggablogginu var ég kominn niður í 45. sæti á vinsældalistanum. Tvennt eða jafnvel þrennt er hugsanleg skýring á þessum ósköpum. Ég var vanur að vera svona í 20. sæti eða svo. Það er að segja undanfarið. Upphaflega komst ég ekki einu sinni á 50 listann. Mögulegar skýringar á þessu eru þær að bloggið sé aftur að ná fyrri vinsældum. Sú skýring hugnast mér hvað best. Önnur skýring er sú að lesendum mínum sé að fækka og þeir séu ekki nógu duglegir við lesturinn. Hvað sem öllum heimsmetum a la Sigmundur Davíð líður. Ég neita því þangað til annað sannast að ég skrifi ekki eins athyglisverð blogg og áður. Kannski eru þau of fá og ég hef verið að reyna að bæta úr því uppá síðkastið. (Sagan um stúlkuna sem var kölluð síðkastið er þessu alveg óviðkomandi.)
Eitt get ég gert og það er að mestu sársaukalaust. (A.m.k fyrir mig, veit ekki um aðra) og það er að stytta bloggin verulega. Kannski ég hætti bara hér.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæmundur minn. Vinsældalistinn stjórnast algerlega af fjölda blogganna.Skrifaðu nógu marga og stutta þá ferðu upp. Skrifaðu fá en langa pistla af viti og ekki nokkur maður les þá og þú húrrar niður.
Halldór Jónsson, 23.4.2020 kl. 15:13
Þú ert á fallanda fæti. Aðdáendurnir týna tölunni úr kínakvefi eða hræðslu.
Gleðilegt sumar!
Þorsteinn Siglaugsson, 23.4.2020 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.