2940 - Ú.S.V.B.

Af hverju þarf að tala um ævintýri hins seinheppna herra Beans? Af hverju má ekki segja hins vitlausa og klaufalega herra Beans? Mér finnst að krakkar eigi heimtingu á því að fá réttar og nákvæmar lýsingar á þýðingu orða, en ekki svona dauðhreinsaða tæpitungu. Að sjálfsögðu er þetta óttalegur tittlingaskítur, en skiptir máli samt.

Þegar ég rak kapalkerfið í Borgarnesi uppúr 1980 vorum við einu sinni með bingó í beinni útsendingu og kannski hefur það verið fyrsta bingóið í beinni á Íslandi. Ekki man ég eftir að tæknin hafi verið neitt að stríða okkur, en óttalegt vesen var þetta samt, enda gerðum við þetta aldrei aftur. Þó held ég að þetta hafi verið nokkuð vinsælt. Mér datt þetta svona í hug útaf vandræðunum hjá Stöð 2 í kvöld.

Á margan hátt held ég að kapalkerfið í Borgarnesi hafi verið dálítið merkilegt fyrirbrigði. Ég man eftir að hafa eitt sinn farið á fund eða ráðstefnu sem Alþýðubandalagið stóð fyrir í (eða á kannski að segja á) Ölfusborgum og flutt þar erindi um þessa merku stofnun. Björgvin Óskar Bjarnason var með mér í þessari ferð og ég man eftir að ÓRG (sem var ekki orðinn forseti þá) var á sífelldu rápi inn og út úr fundarsalnum  og gott ef Svavar Gestsson var ekki þarna líka.

Nýja stefnan er sú að hafa bloggin nógu stutt, svo það er best að hætta núna.

IMG 6158Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband