2939 - Mannapar

Þegar ég kom í fyrsta skipti til Kanaríeyja heyrði ég mikið talað um Mannabar. (Jú, auðvitað líka um Klörubar, en ég ætlaði að tala hérna um misskilning) Mér fannst nefnilega að alltaf væri talað um mannapa en ekki Mannabar. Ég hélt semsagt að staðurinn héti Mannapar en ekki Mannabar. Það er svo fyrir utan þessa sögu að þessi svonefndi Mannabar olli mér talsverðum vonbrigðum, en það gerði Klörubar ekki. A.m.k. ekki í sama mæli. En sleppum því. Margt mætti sjálfsagt um Gran Canary og ekki síður Tenerife segja en ég er að hugsa um að gera það ekki að þessu sinni.

Eiginlega er varla hægt að blogga án þess að minnast á Covid-19. Þríeykið fræga sem stjórnar vinsælasta þættinum í Sjónvarpi Allra Landsmanna væri auðvitað hægt að minnast á líka, en fólk getur bara horft á þáttinn þeirra sem sýndur er á hverjum einasta degi. Heimsmetið sem Trump forseti slær um þessar mundir í dánartölu á hverjum degi er um þetta leyti sennilega á milli 40 og 50 þúsund. Mikilvægt væri sjálfsagt að losna við hann sem fyrst, en vitanlega er ekki hægt að endurtaka og leiðrétta allar vileysurnar sem hann gerði í upphafi farsóttarinnar.

Þetta er ískyggilegt. Þegar ég kíkti á 50 listann áðan á Moggablogginu var ég kominn niður í 45. sæti á vinsældalistanum. Tvennt eða jafnvel þrennt er hugsanleg skýring á þessum ósköpum. Ég var vanur að vera svona í 20. sæti eða svo. Það er að segja undanfarið. Upphaflega komst ég ekki einu sinni á 50 listann. Mögulegar skýringar á þessu eru þær að bloggið sé aftur að ná fyrri vinsældum. Sú skýring hugnast mér hvað best. Önnur skýring er sú að lesendum mínum sé að fækka og þeir séu ekki nógu duglegir við lesturinn. Hvað sem öllum heimsmetum a la „Sigmundur Davíð“ líður. Ég neita því þangað til annað sannast að ég skrifi ekki eins athyglisverð blogg og áður. Kannski eru þau of fá og ég hef verið að reyna að bæta úr því uppá síðkastið. (Sagan um stúlkuna sem var kölluð „síðkastið“ er þessu alveg óviðkomandi.)

Eitt get ég gert og það er að mestu sársaukalaust. (A.m.k fyrir mig, veit ekki um aðra) og það er að stytta bloggin verulega. Kannski ég hætti bara hér.

IMG 6162Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæmundur minn. Vinsældalistinn stjórnast algerlega af fjölda blogganna.Skrifaðu nógu marga og stutta þá ferðu upp. Skrifaðu fá en langa pistla af viti og ekki nokkur maður les þá og þú húrrar niður.

Halldór Jónsson, 23.4.2020 kl. 15:13

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú ert á fallanda fæti. Aðdáendurnir týna tölunni úr kínakvefi eða hræðslu.

Gleðilegt sumar!

Þorsteinn Siglaugsson, 23.4.2020 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband