31.3.2020 | 06:45
2931 - Daglegt líf á tímum veirunnar
Vinsælasti sjóvarpsþátturinn um þessar mundir er tvímælalaust um Covid þríeykið sem þau Víðir, Þórólfur og Alma leika aðalhlutverkin í. Og nú er Bingi að reyna að fá hlutverk þarna. Þessir daglegu blaðamannafundir eru nú þegar orðnir afar vinsælir og margir sem fylgjast spenntir með. Undarlegur andskoti að vera að berjast við óvin sem engin leið er að sjá!! Þetta hefur mannkynið samt kallað yfir sig. Nú nennir enginn að tala um loftslagsvána lengur. Það er ekki í tísku. Allt snýst um Kóvítinn. Hvað getum við kallað þennan ólukkans sjúkdóm? Ekki er víst að það sé alveg sanngjarnt að kalla þetta Kínversku veikina, þó sumir geri það alveg óhikað.
Segja má að það sé að bera í bakkafullan lækinn að ræða um þessa fjárans veiru. Eiginlega fór ég ekki að taka hana alvarlega fyrr en föstdaginn þrettánda (mars hlýtur að vera). Sennilega var þá farið í þetta samkomubann, sem sumir vilja kalla samgöngubann. Ég man að talsverð tímamót voru falin eða fólgin í þessari dagsetningu.
Af hverju skyldi fólk láta tattóvera sig? Ég á bágt með að skilja það. Greinilega finnst samt sumum þetta sjálfsagt. Auðvitað má segja að fólk geti gert það sem því sýnist með sinn eigin líkama, meðan það káfar ekki upp á aðra. Sumir eru allt lífið að reyna að gera líkamann sem fullkomnastan í eigin augum. Aðrir eru með sífelldar aðfinnslur útaf þessu. T.d. ég. Sjálfur ákvað ég snemma að gera sem allra minnst í því að fikta í honum. Auðvitað bora ég daglega í nefið og drekk og borða allskyns óþarfa eða óþverra, að því er sumum finnst.
Nýjasta dæmið um þetta er fyrirtektin í sambandi við föstuna hjá mér, en eins og þeir sem þetta lesa reglulega, sem hljóta að vera einhverjir, vita hef ég haldið mig við svokallaða intermittent fasting svo að segja frá síðastliðnum áramótum. Ekki var það útaf útlitinu (ístran finnst mér sjálfsögð). Lífstílsbreytingu má sennilega segja að það hafi verið, enda líður mér að flestu leyti betur svona. Smámunir eins og Covid-19 hafa engin áhrif á mig að þessu leyti. Þó mundi ég sennilega hætta ef ég veiktist af þessari plágu.
Þeir sem trúa á veiruna eru sennilega með böggum hildar útaf því að ég hafi lagt nafn hennar við hégóma með því að kalla hana smámuni. Það er hún svo sannarlega ekki og segja má að þetta séu athyglisverðir tímar sem við lifum á. Ekki aðeins fáum við veiruna yfir okkur, heldur vorum við þátttakendur í Hruninu mikla um árið. Gott ef þetta jafnast ekki svotil á við tvær heimsstyrjaldir sem sumir lifðu á síðustu öld. Að vísu voru meira en 20 ár á milli þeirra en að sumu leyti má samt líta á þær sem fyrri og seinni hálfleik. Svo fengum við kalda stríðið, vetnissprengjuna og geimferðakapphlaupið. Ég bíð bara eftir engisprettunum.
Segja má að veturinn sé orðinn nógu langur. Að vísu á ég í mestu erfiðleikum með að sjá snjó útum glugganna hjá mér. Satt að segja er alveg snjólaust hér á Akranesi núna en svolítið blautt um og skúrasamt veður. Kannski fer ég út að ganga á eftir.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.