26.2.2020 | 21:33
2920 - Covid-19
2920 Covid-19
Fréttir hinna hefðbundnu fjölmiðla snúast varla um nokkuð annað en Wuhan eða Covid-19 veiruna eða vírusinn. (Sumir skilja ekkert nema ensku núorðið). Áherslan er þó lögð á ranga þætti hjá flestum fjölmiðlum. Dánartíðnin er ekki nema á milli 2 og 4 %. Auðvitað er það mikið en við suma faraldra er hún miklu hærri, allt uppí 50% eða meir. Nokkrar milljónir manna látast árlega vegna hinnar venjulegu flensu sem oftast á sér upptök í Asíu. Dánartíðnin þar er þó næstum því 1% og engir virðast kippa sér upp við það.
Áhrif veirunnar eða öllu heldur tilrauna til að hefta útbreiðslu hennar geta hæglega orðið til þess að víðast hvar hægir mikið á hagvexti. Það getur aftur haft mikil áhrif á kosningar bæði í Bandaríkjunum og annarsstaðar. Árangur demókrata í Bandaríkjunum gæti sem hægast orðið mun meiri en nú er gert ráð fyrir. Hver veit nema vinstri sinnaður frambjóðandi gæti sigrast á hinum sjálfumglaða og stórgallaða Trump.
Svokallað flugviskubit er okkur Íslendingum mjög hugleikið, sömuleiðis að sjálfsögðu drepsóttir og faraldrar hverskonar. Kannski frestast flugviskubitið svolítið útaf þess öllu saman og ekki mundi ég gráta það. Salan á upprunavottorðunum er af sama meiði og flugviskubitið, því iðnaðurinn og fyrirtækin yfirleitt eru langt á eftir almenningi hvað varðar náttúruna og loftslagið. Á næstu árum má hiklaust búast við því að almenningur a.m.k. sá almenningur sem býr í hinum vestræna heimi muni í vaxandi mæli snúast gegn alþjóðafyrirtækjum sem virða yfirleitt engin mörk og sjá ekkert nema eigin gróða.
Er það annars ekki svo að útlitið skipti meira máli en innlitið. Ef maður á að kommenta eitthvað á útlit þeirra demókrata, sem vilja takast á við Dónald sjálfan í haust og tóku þátt í kappræðunum í Suður-Karólínufylki í gær er þar fyrst til að taka að kallarnir voru allir í jarðarfararmúnderingu. Þar með eru þeir afgreiddir í einni svipan. Hjá Warren er það rauði jakkinn sem er orðinn hennar einkennisbúningur og Klobuchar var í kjól eins og venjulega. New York Times lýsti yfir stuðningi við þær stöllur um daginn. Það þýðir kannski ekkert sérstakt, en veldur því m.a. að NYT getur ekki beitt sér eins mikið í pólitík dagsins eins og t.d. Washingon Post. Þeir eru einfaldlega ekki marktækir.
Man vel eftir þessu sem minnst var á í fréttum í dag. Að sagt var frá Heklugosi áður en það hófst. Sjálfur fór ég ekki að skoða það. Enda hafði ég farið uppá Land á að giska 10 árum fyrr til að horfa á smágos í Heklu. Auk þess hafði ég fylgst vandlega með Skjólkvíagosinu svonefnda sem mig minnir að hafi veri um 1970. Þá höfðum við farið uppeftir og lent í ýmsum ævintýrum, sem ég segi kannski frá seinna.
Man að mér fannst mikið til þeirra vísinda koma sem gátu sagt fyrir um náttúrhamfarir á þennan hátt. Neita því ekki að mér finnst að í sambandi við geimferðir og náttúruhamfarir hafi ekki orðið eins miklar framfarir og ég hefði reiknað með. Eflaust eru eðlilegar skýringar á því.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Dánartíðni vegna venjulegrar flensu er lægri en 0,1%
Þorsteinn Siglaugsson, 26.2.2020 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.