18.2.2020 | 21:37
2914 - Eiríkur blindi
Ég hef alveg misst af einhverju persónuleikaprófi, sem Kári Stefánsson er sagður hafa dreift í nafni Íslenskrar Erfðagreiningar. Nú er ég orðinn svolítið forvitinn og langar að vita hvernig þetta próf hafi verið. Sennilega fer ég ekki nógu oft á fésbókarfjárann eða les hann ekki eða kynni mér hann nægilega vel. Að sumu leyti kann þetta að sjálfsögðu að vera kostur, en mér finnst það vera galli.
Það er ekki nóg með að mér finnist öll tónlist vera fyrst og fremst hávaði, heldur er ég ekki alveg sjúr á mismuninum á rödduðun hljóðum og órödduðum. Ekki þýðir að spyrja Gúgla að þessu því hann virðist ekki vita það. Eða a.m.k. á hann í einhverjum erfiðleikum með að segja frá því. Ástæðan fyrir því að ég er að velta þessu fyrir mér er eftirfarandi vísa:
Skólapiltar fara á fjöll
og faðma heimasætur.
Ungar stúlkur elska böll
einkanlega um nætur.
Það var Helgi Ágústsson sem lengi var hreppstjóri á Selfossi og forstöðumaður pantanadeildar Kaupfélags Árnesinga sem kenndi mér þessa vísu einu sinni í fyrndinni. Ég veit ekki hvort ellin í þessari vísu eiga að vera rödduð eða órödduð. Eflaust gæti Eiríkur Rögnvaldsson (bróðir hennar Nönnu – sem sumir kannast eflaust betur við) frætt mig um þetta. En ekki þýðir að fást um það. Varla les hann bloggið mitt og á þarafleiðandi erfitt með að svara þessu. Af einhverjum ástæðum man ég greinilega eftir því að Helgi kenndi mér þessa vísu og gætti þess vandlega að Guðrún sem vann í pantanadeildinni þá, yrði ekki vör við þetta. Skrifað hana fyrir mig á Framsóknargrænan miða sem ég hugsanlega á einhversstaðar í drasli hjá mér.
Einhver eftirminnilegast karakter æskuára minna í Hveragerði var Eiríkur blindi Bjarnason á Hótelinu. Einu sinni sá ég hann sparka óvart í stóran stein sem varð á vegi hans. Auðvitað leiddi Sigga hann þá eins og vanalega, en eftir þetta efaðist ég aldrei um blindu hans þó sumir hafi e.t.v. gert það því hann var ótrúlega góður að greina hljóð. Einu sinni reiddist hann mér alvarlega. Þá var ég útibússtjóri í Kaupfélaginu í verkfalli sem verslunarmenn fóru í, en þeir voru mjög óvanir því. Eirík vantaði sementspoka og fannst alveg sjálfsagt að hann fengi slíkt afgreitt þó verkfall væri. Ég þverneitaði aftur á móti að verða við slíkri beiðni.
Ævinlega er það svo að ég er í besta bloggstuðinu strax eftir að ég hef sett upp blogg. Þetta skrifað ég t.d. síðastliðinn þriðjudagsmorgunn skömmu eftir að ég hafði lokið við og sett upp á Moggabloggið eitt slíkt. Alveg er það merkilegt hvað allir (nema ég) eru sjálfmiðaðir í þessum bloggskrifum sínum. Kannski er það best.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ekki veit ég hvað kæmi út úr persónuleika prófinu hjá þér. Kannski að þú sért leiðinlegur við blint fólk?
Þá getur hann Kári selt Kínverjunum þær upplýsingar.
Þorsteinn Siglaugsson, 18.2.2020 kl. 22:29
Ég lét mig nú hafa það að leita uppi þetta próf á netinu og fann það á https://www.svipgerd.is/
Niðurstöður mínar voru í fullu samræmi við það sem ég vissi og aðrir hafa sakað mig um. úthverfa 2% og samvinnuþýði 7%. Ekki veit ég hvað Kári ætlar sér með að vita þetta en ég er bara stoltur af að vera loksins búinn að fá þessa opinberu greiningu
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.2.2020 kl. 23:51
Eins gott þú tókst ekki prófið Sæmundur!
Það væri sennilega búið að handtaka þig fyrir húmör, hefðirðu tekið það.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 19.2.2020 kl. 00:35
Þorsteinn. Ég tek aldrei persónuleikapróf. Ef Kári getur selt Kínverjum upplýsinar um mig er hann óvenju snjall.
Sæmundur Bjarnason, 19.2.2020 kl. 08:21
Jóhannes. prósentutölur heilla mig ekki. Sennilega er ég 90% innhverfur
Sæmundur Bjarnason, 19.2.2020 kl. 08:24
Halldór. Fjúkk. þar mjóaði munu.
Takk fyrir hrósið.
Sæmundur Bjarnason, 19.2.2020 kl. 08:26
Ég held að þessi vísa sé ekki ætluð til munnlegs flutnings. Tvíræðnin í henni kemur eingöngu fram á blaði.
Eiríkur Rögnvaldsson 19.2.2020 kl. 09:07
Úps! Ekki veit ég hvort þú ert sá prófessor emeritus sem mér varð á að tala, eða réttara sagt rita, óvirðulega um í þessu bloggi eða bara alnafni hans, en nafnið er fínt, hvort heldur sem er.
Sæmundur Bjarnason, 19.2.2020 kl. 09:39
Sæmundur.
Í nafninu Hallur er -l óraddað;
í gælunafninu Halli er -l raddað.
Af sjálfu leiðir að -l í fjöll er óraddað
og sama gildir um -l í rímorði=orð sem rímar á móti öðru orði.
Húsari. 19.2.2020 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.