2908 - Janúar febrúarson

Janúar og febrúar eru á margan hátt meðal verstu mánaðanna hér á Íslandi. Þá er kuldinn einna mestur, engin Jól, myrkið í hámarki og þó margir reyni að stytta sér stundirnar með þorramat og þessháttar, allskyns árshátíðartilbreytni og ýmsu í þeim dúr, þá eiga margir um sárt að binda í mesta skammdeginu. Þegar febrúar er liðinn er hægt að fara að hlakka til vorsins, og þó snjórinn og kuldinn haldi eitthvað áfram, er birtan orðin mun meiri þá.

Það er helst í fréttum núna að búist er við eldgosi í námunda við Grindavík, lungnabólgan hættulega breiðist ört út og einn frægasi körfuboltamaður heimsins fórst í þyrluslysi. Semsagt dapurlegar fréttir grasserandi og jafnvel málsóknin gegn Trump Bandaríkjaforseta og árlegur Davos-fundur ríka og fallega fólksins fellur að mestu í skuggann. Jafnvel verðlaunavertíðin kemst lítið í fréttirnar hérlendis nema vegna þess að aldrei slíku vant eigum við Íslendingar fulltrúa þar.

Til heiðurs þeim sem hingað til hafa kvartað undan því að málæðið í bloggunum hjá mér sé heldur leiðigjarnt, ætla ég að hafa þetta blogg sem allra styst. Jafnvel að hætta núna samstundis. Ég er líka að hugsa um að fara út að ganga og svo er ekki örgrannt um að bráðum fari að birta.

IMG 6421Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Oftast læt sem ekkert sé
ef athyglina brestur.
Ástæðan er A Há Dé
en ekki langur lestur.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.1.2020 kl. 16:06

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Balvinssonar langi lestur
Laxdalinum bjarga vann.
Uppáhalds minn er hann gestur.
ADHD vart er hann.

Sæmundur Bjarnason, 27.1.2020 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband