13.1.2020 | 10:33
2906 - Um fésbók og fleira
Einu sinni prófaði ég að linka reglulega í fréttir á mbl.is, en gafst upp á því vegna þess að mér fannst að ég þyrfi einhvern vegin að nota meðal annars það sem sagt var frá í fréttinni, sem linkað var í. Man ekki hve lengi ég hélt slíkt út. Líklega var þetta þegar ég bloggaði daglega, en það gerði ég um eitt skeið.
Þessi hugmynd margra um að bara eigi að nota fésbókina til að segja frá og birta myndir af krúttlegum kettlingum, auk persónulegra tilkynninga um týnt og fundið er svolítið frumleg. Sumum finnst að allt, sem gert er á Netinu (með stórum staf) eigi að vera á jákvæðum nótum.
Þessi hugmynd er eiginlega alveg út í hött. Hvernig ættu hlutirnir að geta batnað ef enginn fyndi að þeim? Samskipti fólks í víðum skilningi eru í raun og veru lífið sjálft. Anna í Holti lýsti því einu sinni vel í bloggi sínu hve hjákátlegt það er að hitta fólk og fara að segja því frá einhverju sem viðkomandi er nýbúinn að lýsa nákvæmlega í bloggi sínu.
Þetta er viðvarandi sjónarmið einnig á fésbókinni. Er nokkur ástæða til þess að segja frá því sem búið er að setja á fésbókina? Auðvitað má segja það með öðrum orðum og aldrei er hægt að vera viss um að innlegg manns séu lesin. Lækin eiga samt kannski að bera vott um það. Ýmislegt les ég samt á fésbókinni án þess að læka það. Kannski er það afbrot.
Á fésbókinni er hægt að vera eins og maður vill. Draslið í stofunni sést ekki þar. Þar með breytast samskipti fólks. Eru þeir ekki alveg ómarktækir sem ekki hafa aðgang að tölvu? Og hvað með kaffispjallið og kjaftasögurnar? Er ekki óþarfi að hitta fólk í kjötheimum?
Fjasið í mér snýst að mestu leyti um fésbókina að þessu sinni. Eiginlega hentar hún mér ekki nógu vel. Bloggið er betra. Þar er hægt að láta móðann mása og enginn getur tekið af manni orðið. Fyrir utan allt annað þá heldur það sem skrifað er þar hugsanlega áfram að vera til. Sagt er að milljarðar fólks tengist fésbókinni og öðrum smfélagsmiðlum með einhverjum hætti. Skyldu allir þessir milljarðar vita að tölvur fylgjast með öllu sem gert er á Netinu og þar með fésbókinni. Ansi er þetta stórabróðurlegt.
Þó Nancy Pelosi hafi sigrað sjálfan Trump Bandaríkjaforseta í störukeppni fyrir skemmstu virðist henni ekki ætla að takast það sama gagnvart Mitch McConnell leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni. Honum virðist aftur á móti hafa tekist að snúa Trump forseta á sitt band. En það er ekki að marka. Í mörgum málum er Trump eins og skopparakringla og hefur eina skoðun í dag og aðra á morgun. Kæra demókrata á hendur forsetanum verður sennilega felld í öldungadeildinni. Úrslit þess máls verða líklega eftir flokkslínum, þó svo hafi ekki verið þegar Clinton var ákærður. Áhrif þessa máls á kosningarnar í haust eru óviss.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Hvaða bók er þessi fésbók? Hver gefur þessa bók út?
Lélegt og leiðinlegt orðalag, linka og læka.
Vandaðu þig og njóttu dagsins. :-)
Nonni 13.1.2020 kl. 11:26
Ekki lengur lækar hér
Loftið blandað lævi.
Nema Sæmi sjái að sér
og setji orð við hæfi.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.1.2020 kl. 15:57
Þó deyi frændr, deyi fé
og dáðlaus geyi greppur
Sæma ei finnst að fésbók sé
fjárans orðaleppur.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.1.2020 kl. 16:24
Nonni minn, ég hef verið svo upptekinn undanfarið af "intermittend fasting" að ég hef ekki sinnt blogginu eins og skyldi. Ef þú veist í alvörunni ekki hvað "fésbók" er og ert á móti öllum breytingum á málfari, er ekki víst að ég geti hjálpað þér nokkuð. Hafðu það samt sem allra best.
Sæmundur Bjarnason, 17.1.2020 kl. 08:24
Jóhannes, þessar vísur þínar eru fjári góðar. Ég var að sjá þær fyrst núna og þarf eitthvað að melta þær, svo get ég kannski svarað fyrir mig. Finnst einhvern vegin að það þurfi að vera í bundnu máli. Nú er það svo finnst mér að allt megi segja í vísum og þess háttar, svo var þó ekki einu sinni.
Sæmundur Bjarnason, 17.1.2020 kl. 08:29
Fésbókin er frekjusvín
finnst þar mörgum gaman.
Æ mér veldur ógnar pín,
öllu hrærir saman.
Sæmundur Bjarnason, 17.1.2020 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.