25.11.2019 | 06:51
2893 - Hong Kong
Svo virðist sem uppreisnarseggir og lýðræðissinnar ásamt unga fólkinu hafi unnið mikilvægan sigur í Hong Kong um helgina. Stjórnvöld hafa sennilega tapað eftirminnilega í einskonar borgarstjórnarkosningum sem ef til vill hafa einkum snúist um lögregluofbeldi. Eins og lýst hefur verið margoft í fréttum hefur mikil ókyrrð verið í Hong Kong í marga mánuði. Upphaflega var það einkum um helgar sem mótmælt var en undanfarið hafa mótmælin aukist. Í þeim kosningum sem fram fóru um helgina var þó allt fremur rólegt, og stjórnvöld virðast hafa beðið talsverðan hnekki.
Sannleikanum verður hver sárreiðastur, segir í gömlu íslensku orðtaki. Mörgum er í fersku minni hvernig Þorsteinn Már Balvinsson lét við Má seðlabankastjóra fyrir skemmstu. Nú bítur sú framkoma í rassinn á honum, því e.t.v. var það einmitt þetta sem nú er á milli tannanna á fólki sem seðlabankastjóri og fleiri voru að reyna að sanna. Annars er hugsanlega verið að flýta sér óhóflega að fella dóma í þessu máli þar sem aðeins önnur hliðin kemur fram. Það er samt áreiðanlega engin tilviljum hve Afríku hefur verið haldið niðri á undanförnum áratugum og öldum. Svipað hefur verið að gerast hér á Íslandi í skjóli útgerðarauðvaldsins. Kynþáttafordómar birtast með ýmsum hætti. Sumir kalla þá föðurlandsást.
Sumir, jafnvel margir, segja að loftlagsmál séu lang- langstærsta og merkilegasta mál okkar tíma. Og ef okkur tekst ekki að draga úr útblæstri bíla og breyta stórlega öllum okkar lífsháttum, á fáeinum árum, sé allt unnið fyrir gýg og mannkynið muni farast mjög fljótlega. Þessu er ég að mestu leyti ósammála og er kallaður afneitunarsinni fyrir vikið. Þessi trúarbrögð eru mjög útbreidd á Vesturlöndum um þessar mundir og þeir sem þessu mótmæla eru gjarnan úthrópaðir sem afneitunarsinnar.
Margt af því sem haldið er fram, er skynsamlegt í meira lagi, en að geta alls ekki fallist á að hlýnun og kólnun loftslags geti átt sér náttúrulegar orsakir er ekki skynsamlegt. Æstustu talsmenn hinna nýju trúarbragða halda því samt fram að öll breyting á loftslagi hljóti að vera af mannavöldum. Svo er þó ekki.
Að mannkynið muni að lokum kafna í eigin skít er annars ekki með öllu útilokað. Fáum virðist detta í hug að grunnástæða alls þessa er óhófleg fjölgun mannkynsins. Misskipting auðæfa jarðarinnar mun einnig valda miklum hörmungum, en það á ekki mikið með loftslag að gera. Ef Jörðin vill losa sig við mannkynið gerir hún það. Kannski með heimshlýnun og kannski með einhverjum öðrum ráðum. Hver segir annars að maðurinn sé merkilegri en önnur dýr? Að vísu hefur honum tekist að forðast það náttúrulega, (eða réttara sagt náttúruöflin) að miklu leyti, en kannski getur hann það ekki endalaust.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Held nú að enginn haldi því fram að mannkynið muni farast í heilu lagi verði ekki tekið á loftslagsmálunum. Og enn hef ég heldur ekki séð neinn halda því fram að allar veðurfarsbreytingar séu af manna völdum.
En þessir tveir strámenn eru eflaust hentugir andstæðingar.
Þorsteinn Siglaugsson, 25.11.2019 kl. 10:52
Ég held mig við það sem ég hef sagt.
Timasetningar eru líka mjög á reiki. Eðlilega, því spádómar eru þannig.
Auk þess er það ábyrgðarhluti að hræða krakka eins mikið og virðist vera gert.
Sæmundur Bjarnason, 25.11.2019 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.