2883 - Helvítistrúin nýja

Villutrúarmenn dagsins í dag eru loftslagsafneitarar. Kannski er ég einn slíkur. Ég trúi því ennþá að heimshlýnunin eigi sér að einhverju leyti náttúrulegar skýringar. Hvort hún er 80 til 90 prósent af mannavöldum eða kannski bara 40 til 50 prósent finnst mér vera trúaratriði. Sjálfur sveiflast ég á milli 40 og 80 og getur það farið eftir ýmsu.

Afneitarar eru ekkert skárri en villutrúarhundar eða endurskoðunarsinnar segja nýju trúarbrögðin. Hvort það er rétt eða ekki kemur ekki í ljós fyrr en eftir dúk og disk. Jafnvel aldrei. Að setja sig á móti ríkjandi trúarbrögðum kann ekki góðri lukku að stýra. Þessvegna er ég að hugsa um að hætta þessari predikun og taka upp léttara hjal.

Trúin á félagslegu miðlana er á margan hátt orðin einskonar ríkistrú hér á Íslandi og gott ef það er ekki líka svo víðast hvar á Vesturlöndum. Byrjunin á Untergang des Abendlandes er þetta ef til vill. Tilvitnunum í heimspekiforkólfa hér með lokið.

Veðrið leikur svosem við mann þessa dagana. Ekki ætla ég að kvarta yfir því. Í gærdag var ég í afmælisveislu uppi í Melahverfi. Hún var alveg ágæt. Súpan sem við fengum þar var alveg meiriháttar. Þetta sammenkomst var eiginlega blanda af matar- og kökuveislu og eftirminnileg á flestan hátt.

Papparass er dálítið erfiður núna en ég er að hugsa um að nota tækifærið. Hann er nefnilega sofandi. Mér fannst sagan hans í síðasta bloggi vera heldur léleg, en þetta má ég sennilega ekki segja því það gæti misskilist.

Er um þessar mundir að lesa skjáskotið hans Bergs Ebba og þó ég reikni alveg með því að klára hana get ég ekki að því gert að mér finnst hún full sjálfsævisöguleg og fyrirsjáanleg á köflum. Samt er ágætt að fá þetta sjónarhorn á nútímann. Hann er nefnilega hálfgerð trunta. Það er að segja nútíminn, ekki Bergur Ebbi. Samt getur maður ekki að sér gert að velta því fyrir sér hvernig þetta muni alltsaman fara.

Eiginlega ætti ég að flýta mér svo ég verði ekki fyrir Papparassi ef hann skyldi þurfa að koma einhverju á framfæri. Alltaf liggur honum þessi ósköp á. Til öryggis er ég að hugsa um að hafa þetta ekki öllu lengra.

IMG 6595Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er algeng aðferð afneitunarsinna að jafna áhyggjum af hlýnun loftslags, og skýringum á henni, við trúarbrögð og nota svo líkingar á borð við helvíti, barnakrossferðir og annað þess háttar. Svona eins og leiðin til að taka afstöðu í þessu máli sé bara sú að ákveða hverju maður ætli að trúa. En á það þá ekki við um aðrar niðurstöður vísindanna líka?

"Er jörðin flöt eða ekki? Það má alltaf deila um það, en ég hef nú ákveðið að trúa því bara að hún sé flöt."

"Eykur áburðarnotkun grasvöxt? Ég er nú viss um að vísindamenn sem halda því fram eru bara á mála hjá áburðarframleiðendum. Ég trúi því að áburður hafi ekkert að segja og hef ekki borið á túnið hjá mér árum saman. Það eru bara aðrar ástæður fyrir því að það grær svona illa."

Við þurfum, með öðrum orðum, að gera greinarmun á trúarbrögðum og lífsafstöðu annars vegar og staðreynda og vísinda hins vegar. Eða er það ekki?

Þorsteinn Siglaugsson, 14.10.2019 kl. 09:30

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Þorsteinn, einhver hvíslaði að mér að borkjarnar úr Grænlandsjökli væru túlkaðir svo að hlýrra hefði verið á jöklinum um 400 ár um og eftir landnám og eins en hlýrra um 2000 árum fyrir Krstburð og ein 3-400 ár eftir Kristburð.  Nú er spáð að áhrif sólar valdi kólnandi tímabili næstu 30 ár það er að sólgos verði ekki eins kröftug líkt og gerðist þegar kólnaði eftir 1600.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 14.10.2019 kl. 09:58

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Það er afskaplega ódýrt að kalla alla sem ekki fallast á það sem æstustu stuðningsmenn loftslagssinna halda fram, bara afneitunarsinna. Það er að halda því fram að einungis sé hægt að vera stuðningsmaður alls þess bulls sem gervivisindamenn halda fram eða vera á móti öllu. 

Að vera afneitunarsinni eða ekki á mjög mikið skylt við trúarbrögð, ég fer ekki ofan af því. Hvort heimshlýnun er eingöngu mannkyninu að kenna er svo aftur allt annað mál. Áburðarnotkun á ekkert skylt við þetta. Heldur ekki flatjarðarfræðin. Bara svo það sé sagt.

Hvað borkjarnana út Grænlandsjökli snertir þá sýna þeir og sanna að hlýskeið og ísaldir skiptast á hér á jörðinni.

Sæmundur Bjarnason, 14.10.2019 kl. 10:35

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég er alveg sammála því að orðið afneitunarsinni er ekki endilega gott orð. Það má nota það orð um suma; þá sem trúa gervivísindunum eða neita einfaldlega að kynna sér mál. En það er ósanngjarnt að nota þá um þá sem hafa efasemdir. En aðeins ef efasemdirnar verða til þess að menn kynni sér þá málin hlutlægt. Og vitanlega er alls kyns bulli haldið fram af þeim sem áhyggjur hafa af hlýnun, t.d. því að hún verði til þess að mannkynið deyi út. Vandamálið snýst alls ekki um það. Það snýst einfaldlega um að á undanförnum áratugum hefur hlýnun verið gríðarlega hröð og fyrirsjáanlegt að það haldi áfram. Þessar hröðu breytingar valda því að lífsskilyrði fólks breytast hratt, það er lítill sem enginn tími til að aðlagast. Þetta er það sem á eftir að valda stórfelldum þjóðflutningum og örugglega miklum hörmungum á stórum svæðum. Bráðnun á Himalaya mun til dæmis gjörbreyta aðstæðum til landbúnaðar á stórum svæðum í Asíu.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.10.2019 kl. 10:46

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég samþykki einfaldlega allt sem þú segir hér, Þorsteinn. Mér fannst þú vera að gagnrýn mig í fyrri athugasemd þinni en líklega hefur það ekki verið.

Sæmundur Bjarnason, 14.10.2019 kl. 14:17

6 identicon

Þorsteinn þessar samlíkingar hjá þér með flötu jörðina og áburðarnotkun eru ekki góðar. Það er hægt að sýna fram á að jörðin er ekki flöt t.d. með myndum úr geymnum og það er hægt að sýna fram á að grasvöxtur eykst með áburðargjöf upp að ákveðnu merki. Það er hinsvegar ekki ekki hægt að sýna fram á loftslagshlýnun af mannavöldum. Kenningar um slíkt byggja á spálíkönum sem byggja á ótal forsendum. Ef aðeins ein forsendan er rangt metin þá breytist niðurstaða slíkra líkanna oft mikið.  Það er ekki bara að þessi líkön byggi á ótal mörgum forsendum og flóknum orsakasamböndum þá er líka mjög margt óþekkt í þessu samhengi.  

Það er allt í lagi að varpa fram einni staðreynd í lokin. Koltvíoxið er um 0,04% af andrúmsloftinu og af því er talið að maðurinn eigi sök á 2-4%.  

Stefán Örn Valdimarsson 14.10.2019 kl. 14:36

7 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þorsteinn Siglaugsson segir

""Vandamálið snýst alls ekki um það. Það snýst einfaldlega um að á undanförnum áratugum hefur hlýnun verið gríðarlega hröð og fyrirsjáanlegt að það haldi áfram. Þessar hröðu breytingar valda því að lífsskilyrði fólks breytast hratt, ""

Og Sæmundur síðuhafi trúir honum.

Vandamálið hér er að Þorsteinn fullyrðir að jörðin hafi hlýnað hraðar og meira síðustu ártugi en nokkru sinni fyrr. Fyrir því er ekki nokkur fótur annar en skjal sem kjáni að nafni Michael Mann bjó til 1998 og Hollywood leikarar ásamt Al Gor hlupu eftir.  Enginn alvöru vísindamaður tengir sig við það lengur.

Guðmundur Jónsson, 14.10.2019 kl. 15:03

8 identicon

Hvað segir danski jöklafræðingurinn Jörgen Steffensen um loftslagsmálin?                 Inside the Experiment: Abrupt Change and Ice Cores               

Hörður Þormar 14.10.2019 kl. 20:00

9 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Fólk hlýtur að vita að öll jörðin andar frá sér ýmsum loftegundum og þar með gufum sem verða ský. Allir vita að eldfjöll spúa enn meira en flöt jörðin hvað þá sjórinn og enn fleiri eiga allaveganna að vita að jörðin anda meira á daginn en að nóttu vegna hita frá sólinni semsagt uppgufun frá jörðinni sjálfri blönduð sandriki yfir Sahara bílmengun hér og þar CO2 í kjölfarið á Elninjo. Það skiptir engu með CO2 nema til hins góða. Gróður hús á íslandi keyra húsin á 900 til 1000ppm CO2 mikil gleði að hafa CO2 það er bara að fólk veit það ekki veit heldur ekki að súrefni myndast af CO2. Horfið á NASA kortin.    

Valdimar Samúelsson, 15.10.2019 kl. 06:55

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Takk Sæmundur. Hvernig dettur þér í hug að halda því fram Guðmundur, að skjal frá 1998 sé eina heimildin um hlýnun jarðar þegar fyrir liggja mælingar til dagsins í dag? Veistu virkilega ekki betur? Enginn sem hefur fyrir því að kynna sér þessi mál örlítið fer í neinar grafgötur um það, að hlýnunin er viðvarandi og hröð. Byrjaðu til dæmis á að skoða þetta: https://climate.nasa.gov/interactives/climate-time-machine

Þarna getur þú séð þetta svart á hvítu. Staðreyndin er nefnilega sú að á bak við niðurstöðurnar liggja mælingar. Og jafnvel þótt líkönin séu flókin merkir það ekki að ekki sé hægt að reiða sig á þau. Þá væri nú veröldin skrýtin ef svo væri.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.10.2019 kl. 14:32

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Afneitun sólarorku er hin raunverulega villutrú.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.10.2019 kl. 16:12

12 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þorsteinn segir nú. "að hlýnunin er viðvarandi og hröð." 

hvað varð um gríðarlega hröð,  Þorsteinn ? 

Ég get alveg fallist á að það hafi verið nokkuð viðvarandi hlýnun á síðustu 200-300 árum og það má alveg halda fram að hún sé nokkuð hröð en hún er hvorki fordæmalaus eða gríðarleg.

Guðmundur Jónsson, 15.10.2019 kl. 17:51

13 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Er einhver sem afneitar sólarorku Guðmundur Ásgeirsson? Eða heldur þú að ef viðurkennt er að hlýnun sé meðal annars af völdum útblásturs sé það jafngilt því að afneita sólarorku? Hefur þér ekkert komið í hug að þetta tvennt útiloki ekki hvort annað?

Þorsteinn Siglaugsson, 15.10.2019 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband