13.10.2019 | 16:04
2882 - Papparass
Ég heiti Papparass. Illar tungur segja að ég sé bara páfagaukur, en það er allsekki rétt. Ég er af ætt geirfugla og dúdúfugla og get meira að segja flogið, ef mikið liggur við. Og ekki orð um það meir. Ástæðan fyrir því að ég skrifa hérna er sú að Sæmundur frændi minn hefur leyft mér að nota bloggið sitt til þess að koma speki minni til skila. Hún er reyndar mikil og ég held að ég muni þurfa að koma öðru hvoru hér við svo ég geti spúð speki minni yfir alheim.
Eða eins og séra Helgi Sveinsson orti fyrir langalöngu:
Kolbrún yfir orku býr
aldrei þarf að pústa.
Þegar hún sinni speki spýr
sprautast yfir Gústa.
En eins og allir vita var séra Helgi óviðjafnanlegur.
Þessi vísa er ekki nema smásýnishorn af því sem hann orti. Þetta er um Kollu í Álfafelli og Gústa bróður hennar Kamillu, sem var sko engin vindmylla en förum ekki nánar útí það.
Nú. Eiginlega ætlaði ég að láta bara vita af mér í þessari færslu, en kannski ég setji hérna smásögu sem ég samdi um daginn.
Einar Hallvarðsson var með stórt nef. Eginlega var það svo stórt að það olli honum talsverðum vandræðum. Þegar hann sat í uppáhaldsstólnum sínum og las í einhverri bókasafnsbók sem hann hafði fengið lánaða í Bókasafni Akraness, þá þurfti hann að leggja það varlega á borðið við hliðina á sér. Stundum þegar hann var úti að ganga flæktist það líka í fótunum á honum. Það seig nefnilega undan eigin þyng, en stóð ekki beint fram eða seig svolítið niður fyrir munninn eins og á flestum. Auðvitað þurfti hann alltaf að halla undir flatt þegar hann borðaði.
Þessi nefstærð hans stafaði meðal annars af því að hann var allra karla elstur. Eins og kunnugt er þá heldur nefið á manni áfram að stækka alla æfi. Nú var engar upplýsingar um Einar að finna í kirkjubókum og hann vildi aldrei segja hve gamall hann var í raun og veru. Væri hann spurður að því svaraði hann venjulega með einhverjum afgæðingi og ómögulegt var að fá alvörusvar uppúr honum. Sé dæmt eftir nefinu einu var Einar að minnsta kosti nokkur hundruð ára gamall. Svo er líka alveg mögulegt að þetta langa nef hans hafi stafað af einhverjum sjúkdómi. Aldrei hafði hann leitað til lækna út af þessum óstjórnlega nefvexti sínum.
Allt í einu fór hann að lesa þjóðsögur og ævintýri. Þar rakst hann meðal annars á söguna sem kölluð er Neyttu á með að nefinu stendur. Þetta fannst honum afar merkilega saga og hann hefði svo sannarlega viljað hafa heldur bjúga en þetta stóra nef. Mikið reyndi hann til þess að fá tækifæri til að prófa þetta. Gallinn var bara sá að hann trúði ekki á galdra.
Svo las hann frásögnina af Þórarni Nefjólfssyni og þá datt nefið af honum. Svo það er eiginlega ómögulegt að halda þessari sögu áfram. Sæmi frændi er ekkert með sérlega stórt nef þó hann sé svolítið farinn að eldast.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.