23.9.2019 | 07:17
2879 - Heimshlýnun o.þ.h.
Uppreisnarmenn í Yemen segjast hafa kveikt í olíu í Saudi-Arabíu. Af því tilefni hafa Bandaríkjamenn í hótunum við Írani. Sumum kann að virðast þetta einkennilegt, en svo er ekki. Drónarnir sem notaðir voru við íkveikjuna voru áreiðanlega smíðaðir í Íran og Bandaríkjamenn vilja umfram allt vernda Saudi-Araba (auk Ísraela), þó flestir sem stóðu að árásinni á tvíburaturnana á sínum tíma hafi verið þaðan. (Altsvo frá Saudi-Arabíu.)
Óveðrið á Bahamaeyjum hefur verið óvenjumikið. Nú held ég að liðnar séu þrjár vikur síðan Dorian reið þar yfir. Eyðileggingin þar er geigvænleg og mörg ár munu líða áður en menn hafa jafnað sig á þessum ósköpum.
Þó Trump hafi rekið Bolton, sem vildi ráðast á allt og alla, er ekki þar með sagt að Trump sé sérlega friðelskandi. Einu sinni kallaði hann Kim-Jong-il Little rocket man en nú smjaðrar hann óspart fyrir honum. Og þó æðsti maður Saudi-Arabíu hafi svo gott sem játað að hafa staðið fyrir morðinu á blaðamanninum í Tyrklandi, vill Trump ekki styggja hann því hann kaupir svo mikið af vopnum af Bandaríkjamönnum. Kannski verður Ukrainumálið honum endanlega að falli. Þó er eins og hann hafi allmörg líf, einsog kötturinn.
Nei, það er ekki gott að skilja heimspólitíkina. Ekki frekar en stjórnmálin hér á landi. Sennilega er best að láta allt afskiptalaust. Hugsa má þó um sitt eigið skinn og það gera flestir svikalaust. Kannski tekur unga kynslóðin til í þessu öllu saman þegar ekki verður aftur snúið í loftslagsmálunum. Ef þriðja heimsstyrjöldin skyldi einhvertíma skella á verður það örugglega til þess að útrýma öllum öðrum styrjöldum. Leyfilegt er þó að vona að mannkynið hafi vitkast örlítið á þessari öld.
Kannski er of mikið gert úr heimshlýnuninni og kannski ekki. Öruggara er að vera meðmæltur vísindamönnum og fleirum í þessu efni, þó ekki sé líklegt að þessi mannlega ógn gerist eins hratt og sumir vilja vera láta. Hinsvegar er Trump og hans lið í afneitun að þessu leyti og þessvegna er líklegast að hann skíttapi í kosningunum á næsta ári. Jafnvel er hugsanlegt að hann verði kærður til embættismissis (impeached) á næstunni.
Það er sennilega það sem hann vonast eftir. Hugsanlega er það hans eina von um um sigur í forsetakosningunum á næsta ári. Þ.e.a.s. að meirihluti repúblikana í öldungadeildinni haldi og allir verði hundleiðir á þessu ósamkomulagi forseta og þings og kjósi þessvegna Trump eins og síðast.
Næsta hrun hér á Íslandi kann hugsanlega að vera á leiðinni. Ekki er líklegt að það verði eins hrikalega umfangsmikið og síðast (2008), en slæmt samt. Nýjustu fréttir frá Bretlandi eru aldrei slíku vant and-Brexit-iskar, en sagt er að Thomas Cook & Co. séu gjaldþrota.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Now collapsed Thomas Cook,
from behind many took,
over and over,
in a Land Rover,
but no longer Brits can book.
Þorsteinn Briem, 23.9.2019 kl. 13:20
Þó Bretar megi bölsótast
og bjarga öllum sínum.
Icelandair var einkum fast
útaf þotum fínum.
Sæmundur Bjarnason, 23.9.2019 kl. 14:33
Ef Trumpsi endar ekki í rafmagnsstólnum fyrir landráð þá endar hann í Stokkhólmi sem friðarverðlaunahafi. Hjá þessum manni er nefnilega allt í ökkla eða eyra.
Þorsteinn Siglaugsson, 24.9.2019 kl. 20:53
Sammála þér um þetta, Þorsteinn.
Sæmundur Bjarnason, 24.9.2019 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.