2879 - Heimshlýnun o.þ.h.

Uppreisnarmenn í Yemen segjast hafa kveikt í olíu í Saudi-Arabíu. Af því tilefni hafa Bandaríkjamenn í hótunum við Írani. Sumum kann að virðast þetta einkennilegt, en svo er ekki. Drónarnir sem notaðir voru við íkveikjuna voru áreiðanlega smíðaðir í Íran og Bandaríkjamenn vilja umfram allt vernda Saudi-Araba (auk Ísraela), þó flestir sem stóðu að árásinni á tvíburaturnana á sínum tíma hafi verið þaðan. (Altsvo frá Saudi-Arabíu.)

Óveðrið á Bahamaeyjum hefur verið óvenjumikið. Nú held ég að liðnar séu þrjár vikur síðan „Dorian“ reið þar yfir. Eyðileggingin þar er geigvænleg og mörg ár munu líða áður en menn hafa jafnað sig á þessum ósköpum.

Þó Trump hafi rekið Bolton, sem vildi ráðast á allt og alla, er ekki þar með sagt að Trump sé sérlega friðelskandi. Einu sinni kallaði hann Kim-Jong-il „Little rocket man“ en nú smjaðrar hann óspart fyrir honum. Og þó æðsti maður Saudi-Arabíu hafi svo gott sem játað að hafa staðið fyrir morðinu á blaðamanninum í Tyrklandi, vill Trump ekki styggja hann því hann kaupir svo mikið af vopnum af Bandaríkjamönnum. Kannski verður Ukrainumálið honum endanlega að falli. Þó er eins og hann hafi allmörg líf, einsog kötturinn.

Nei, það er ekki gott að skilja heimspólitíkina. Ekki frekar en stjórnmálin hér á landi. Sennilega er best að láta allt afskiptalaust. Hugsa má þó um sitt eigið skinn og það gera flestir svikalaust. Kannski tekur unga kynslóðin til í þessu öllu saman þegar ekki verður aftur snúið í loftslagsmálunum. Ef þriðja heimsstyrjöldin skyldi einhvertíma skella á verður það örugglega til þess að útrýma öllum öðrum styrjöldum. Leyfilegt er þó að vona að mannkynið hafi vitkast örlítið á þessari öld.

Kannski er of mikið gert úr heimshlýnuninni og kannski ekki. Öruggara er að vera meðmæltur vísindamönnum og fleirum í þessu efni, þó ekki sé líklegt að þessi mannlega ógn gerist eins hratt og sumir vilja vera láta. Hinsvegar er Trump og hans lið í afneitun að þessu leyti og þessvegna er líklegast að hann skíttapi í kosningunum á næsta ári. Jafnvel er hugsanlegt að hann verði kærður til embættismissis (impeached) á næstunni.

Það er sennilega það sem hann vonast eftir. Hugsanlega er það hans eina von um um sigur í forsetakosningunum á næsta ári. Þ.e.a.s. að meirihluti repúblikana í öldungadeildinni haldi og allir verði hundleiðir á þessu ósamkomulagi forseta og þings og kjósi þessvegna Trump eins og síðast.

Næsta hrun hér á Íslandi kann hugsanlega að vera á leiðinni. Ekki er líklegt að það verði eins hrikalega umfangsmikið og síðast (2008), en slæmt samt. Nýjustu fréttir frá Bretlandi eru aldrei slíku vant and-Brexit-iskar, en sagt er að Thomas Cook & Co. séu gjaldþrota.

IMG 6617Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Now collapsed Thomas Cook,
from behind many took,
over and over,
in a Land Rover,
but no longer Brits can book.

Þorsteinn Briem, 23.9.2019 kl. 13:20

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þó Bretar megi bölsótast
og bjarga öllum sínum.
Icelandair var einkum fast
útaf þotum fínum.

Sæmundur Bjarnason, 23.9.2019 kl. 14:33

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef Trumpsi endar ekki í rafmagnsstólnum fyrir landráð þá endar hann í Stokkhólmi sem friðarverðlaunahafi. Hjá þessum manni er nefnilega allt í ökkla eða eyra.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.9.2019 kl. 20:53

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sammála þér um þetta, Þorsteinn.

Sæmundur Bjarnason, 24.9.2019 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband