2873 - Skák og mát

Er ekki frá því að ég sé sífellt að blogga sjaldnar og sjaldnar. Hvernig ætli standi á því? Veit það ekki, en hitt veit ég að bla. bla. bla. Þetta var einu sinni afar vinsæl aðferð til að skipta um umræðuefni. Oft er það nauðsynlegt. Um að gera að halda orðinu. Ekki gefa öðrum of mikinn sjens. Einn af aðalkostunum við samfélagsmiðlana er að þar er hægt að halda orðinu endalaust. Hér má gjarna segja franskbrauðsbrandarann þó það sé óneitanlega farið að slá svolítið í hann. Einmitt útaf þessu er fésbókin líkari kaffibolla-kjaftæði en bloggið.

Ef hægt er að segja að fésbókin sé kaffibolla-kjaftæði þá er bloggið líka einskonar predikun. Einu sinni las maður með athygli öll þau blogg sem maður frétti af. Því lengri sem þau voru þeim mun betra. Nú finnst mér að blogg megi ekki vera of löng. Attention spanið fer víst sífellt minnkandi hjá flestum.

Nú er ég farinn að fjölyrða um uppáhaldsefnið mitt. Þ.e.a.s. muninn á bloggi og fésbók. Sagði ég ekki einmitt í síðasta bloggi að Sturlungaöldin væri mitt uppáhaldstímabil. Auðvitað þekki ég fjölmörg önnur. Af eigin reynslu þekki ég sveitaballasjarmann og fyrstu árin eftir Heimsstyrjldina síðari. Já, ég er svona gamall. Sagnfræði og bókmenntir eru mitt uppáhald. Í sambandi við tónlist og matseld er ég alveg blankur. Þessi síðastnefndu svið virðast samt vera afar vinsæl nútildags. Ætti ég kannski að segja nútildax. Þá er eiginlega komið að mínu þriðja áhugamáli en það er íslenska í öllum sínum fjölbreytttu og marsgskonar myndum.

Eitt áhugamál mitt er ónefndt ennþá, en það er skák. Að vísu get ég afar lítið núorðið en í eina tíð var ég með vel yfir 1500 stig. Komst aldrei hærra enda hefði ég þá þurft að sleppa einhverju öðru. Einu sinni vissi ég líka ýmislegt um tölvur. Las meira að segja kennslubók í DOS eftir Jörgen Pind í rúminu á kvöldin.

Það er þetta með áhugamálin. Þau koma og fara. Einu sinni hélt ég að ég væri efni í skáld, eða a.m.k. rihöfund. Þær grillur er ég fyrir löngu laus við. Kvikmyndum og poppi hef ég aldrei haft sérstakan áhuga fyrir. Þá eru nú íþróttirnar skárri. Man m.a. vel eftir Ólympíuleikunum í Melbourne 1956, þar sem Villi sprækur stökk sitt fræga stökk. Hann stökk líka feiknahátt í hástökki án atrennu. Það sá ég á Bifröst.

Skrítið að heyra aldei frá öllum þeim sem lesa þetta blogg. Þeir eru að vísu ekkert sérlega margir. En samt. Þeir sem einhverntíma hafa skrifað athugasemdir við þessar hugdettur mínar eru samstundis fastir lesendur í mínum huga. Hverfa ekki þaðan fyrr en eftir dúk og disk.

IMG 6744Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband