2871 - Óvelkomni maðurinn

Baráttan um klikkin. Enginn vafi er í mínum huga á að peningaplokkið hefur heltekið internetið. Fjölmiðlar eru skoðanamyndandi. Heimilisföng og ýmsar upplýsingar um fólk ganga kaupum og sölum. Fólk ímyndar sér að það sé yfir þessa baráttu hafið, en staðreyndin er sú að allir eru þátttakendur í þessum leik. Gagnaverum mun fjölga og allskyns þjónusta við tölvur mun bara vaxa á næstu árum. Allar framkvæmdir og aðgerðir mannfólksins munu í vaxandi mæli taka mið af þörfum tölvuheimsins og stóru alþjóðafyrirtækjanna. Ekki spái ég því að tölvur og gervigreind muni beinlínis taka völdin á næstunni. Þróunin er samt greinileg í þá átt. Lengi mun mannkynið halda að það hafi völdin eftir að það hefur í raun misst þau.

Fjölmiðlar standa framarlega í þessari baráttu. Þeir dreifa bæði upplýsingum og skoðunum. Hafa þannig mikil áhrif á stjórnmálaþróun alla. Öll fjölmiðlun mun á næstunni flytjast á internetið. Pappírsprentun mun að mestu leggjast af. Bækur verða æ sjaldgæfari og minimalisminn og megrunaræðið mun leggjast sífellt þyngra á fólk. Margt má auðvitað um matinn segja. Þar stendur mannkynið langt að baki vélunum.

Í Bandaríkjum Norður-Ameríku er á skaðlegan hátt hægt að segja að byssulöggjöf öll sé flokkspólitískt mál. Völd og áhrif NRA (National Rifle Association) eru geysimikil eins og allir vita. Meðan Republikanar halda völdum í efri deildinni (Senatinu) og forsetinn kemur úr þeirra röðum er ekki við neinum umbótum á byssulöggjöfinni að búast. Demókratar virðast á hinn bóginn a.m.k. vilja gera árásarvopn hverskonar ólögleg. „Byssur drepa ekki fólk, menn gera það“ segja stuðningsmenn óbreyttrar byssulöggjafar jafnan og kenna útbreiðslu ofbeldisfullra tölvuleikja oft um „mass shootings“.

Sennilega hefur Moggabloggið á sér hægri stimpil. Að svo miklu leyti sem hægt er að tengja íhaldssemi og hægri stefnu saman er það kannski rétt. Vinstri stefna er af hægri sinnuðu fólki gjarnan talin óraunsæ með öllu. Hvernig dýr og flóttafólk er meðhöndlað og réttindi þess munu í framtíðinni einkum skera úr um stjórnmálalega stefnu. Ekki virðist lengur rétt að skipta flokkkum eftir hægri og vinstri, miklum eða litlum ríkisafskiptum eða alþjóðahyggju vs. einangrunarstefu heldur eftir afstöðu til flóttamanna og hælisleitanda. Peningaleg afkoma mun þó áfram skipta miklu máli hjá flestum, þó annað sé hugsanlega látið í veðri vaka.

Lengi hef ég verið heldur á móti glæpasögum (krimmum) Arnald hef ég lesið talsvert og hann er nokkurð góður. Flateyjargátuna las ég á sínum tíma og fannst höfundur hennar allgóður. Yrsu hef ég mjög takmarkað álit á og einnig á flestum öðrum íslendskum höfundum í þessari grein. Nýlega las ég bók sem heitir „Óvelkomni maðurinn“. Þetta er glæpasaga sem ég las spjaldanna á milli, en það geri ég sjaldan. Held hún sé eftir Jónínu Leósdóttur og sennilega er þar á ferðinni einhver besti krimmahöfundur landsins.

IMG 6750Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er mikill misskilningur að það sé stór ágreiningur milli repúblikana og demókrata um byssulöggjöf. Þeir eru allir í megindráttum sammála. Þar með talið sá sem almennt er talinn lengst til vinstri í flokki demókrata, Bernie Sanders, sem nánast ávallt hefur greitt atkvæði gegn hertri byssulöggjöf.

Menn þurfa að skilja bandarískan kúltúr til að átta sig á þessu: Bandaríkjamenn líta á byssueign sem grundvallarréttindi almennings. Ekki aðeins til að verja sig gegn glæpamönnum, heldur einnig til að verja sig gegn þeim möguleika að til valda komist stjórnarherrar sem reyna að afnema réttindi borgaranna. Vantraust á stjórnarherrum er mjög inngróið í bandaríska þjóðarsál, og kannski ekki að undra í landi sem varð til með uppreisn gegn stjórnarherrunum. Heilbrigt viðhorf á margan hátt. Og í það minnsta hefur aldrei neinn Hitler, Mússólíní, Franco eða Stalín komist til valda í Bandaríkjunum (þótt sumir áróðursmenn reyni að líkja Trumpsa kallinum við þá, sem er auðvitað mesta dómadags vitleysa eins og allir skynsamir menn sjá).

Þorsteinn Siglaugsson, 11.8.2019 kl. 00:50

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þetta er að verulegu leyti rétt hjá þér. Áherslu í þessu sambandi ber þó að leggja á mismun á fylkislögum og alríkistögum (state and federal). Að sumu leyti er þarna um sama eða svipaðan mun að ræða og t.d. hérlendis á lögum og reglugerðum. Federal lög sem samþykkja þarf af báðum deildum þingsins og forsetanum eru þó alltaf æðri. Erfitt er stundum að átta sig á þeim mun sem þarna getur verið um að ræða. Mörg mál hafa hingað til verið afgreidd með samkomulagi forseta og beggja þingdeilda, en Trump hefur einmitt aukið flokkspólitískan mun í sambandi við mörg mál og staðið í miklu stríði við pressuna.

Byssulöggjöfin er engin undantekning frá þessu. Fylkin geta sjálf sett lög í þessu sambandi, en verða að gæta þess að þau stangist ekki á við framkvæmd alríkislaga, þar sem forsetinn ræður miklu. Mismunur á alríkislögum og fylkislögum í sambandi við byssulög og flóttamannalöggjöf getur verið talsverður og hefur aukist að undanförnu. Þegar talað er um þessi mál eru hugmyndir um þau í USA mjög ólíkar því sem er í Evrópu. Munur á persónuvernd er líka mikill. Það er helst á sviði mannréttinda sem Bandaríkin eru fyrirmynd annarra ríkja. Að flestu leyti standa Demókratar nær Evrópskum hugsunarhætti.

Sæmundur Bjarnason, 11.8.2019 kl. 11:18

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, ég hugsa að það sé rétt að Demókratar standa heldur nær hugsunarhætti Evrópumanna en Repúblikanar. Stefna þeirra er kannski talsvert í ætt við breska Íhaldsflokkinn, að því frátöldu að þau vinstrisinnuðu sjónarmið sem stundum spretta upp í Demókrataflokknum, án þess þó að ná yfirhöndinni, (sbr. Sanders) myndu tæpast finna sér farveg í Íhaldsflokknum, enda hafa Bretar valkosti til vinstri, en Bandaríkjamenn í raun ekki.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.8.2019 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband