18.7.2019 | 21:44
2866 - Langisandur
Kapphlaup ALC og isavia um WOW-flugvélina. Auðvitað finnst okkur fráleitt að isavia geti tekið veð í flugvél, sem aðrir eiga fyrir öllum skuldum WOW og látið þær bara safnast upp. Ef lögin segja þetta samt verður líklega að fara eftir því. Lagasetning alþingis og dómaframkvæmd hérlendis er ekki hátt skrifuð allsstaðar. Hefði ekki verið farið eftir þessum úrskurði og flugvélinni semsagt ekki sleppt fyrr en eftir svo og svo langan tíma hefði það jafngilt yfilýsingu um að ALC væri ekki treystandi. Kannski fer það fyrirtæki eftir úrskurði Hæstaréttar og kannski ekki.
Þeir sem létu smíða Herjólf hinn nýja virðast ekki hafa kunnað almennilega á tommustokk. Vestmanneygingar hefðu átt að ganga úr skugga um málin á bryggjunni og skipinu áður en farið var að láta illa. Líklega verður samt að taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti.
Sagt er að litlir og ófyrirleitnir eiturlyfjabarónar í Mexíkó drepi fleiri eftir að sá stutti var handtekinn. Svo er að sjá að þetta stríð sé víðast hvar tapað. Sennilega vilja ráðandi stéttir bara hafa þetta svona. Íslendingar ættu kannski ekki að blanda sér í þetta stríð. Eflaust hefur Gulla bara verið sagt að hallmæla Duterte og flytja þessa tillögu. Virðist vera sárasaklaust og ekki stoppa neinn. Alveg er ég hissa á hvað margir sátu þrátt fyrir allt hjá. Allavega var þetta samþykkt þó naumt væri.
Af hverju skyldi ég vera að viðra á þennan hátt skoðanir mínar á fréttum dagsins. Ekki er lílegt að það hafi nokkur áhrif. Þar að auki er ekki mikil eftirspurn eftir þeim. Hvað ætti ég þá að skrifa um. Ekki þori ég að skrifa um heimilislífið hér á Hagaflötinni. Konan mín og jafnvel fleiri kynnu að taka það illa upp. Kannski væri sniðugast að endursegja þær bækur sem ég er að lesa.
Já, kannski ég byrji bara á því. Nú um stundir er ég að lesa í Kyndlinum mínum um mann sem var skilinn eftir óvart á Mars. Þetta er einskonar endursögn á frægri bók sem upphaflega var framhaldssaga á bloggi einu. Kannski væri bara best að hafa þetta eins og nokkurskonar cliffhanger og skrifa bara meira um þessa bók í næsta bloggi. Kannski ég geri það bara. Svo get ég haft einhvað fleira svona innanum og samanvið.
Kannski gæti ég sagt frá Hreystigarðinum (ekki hreisikettinum) hér á Akranesi. Hann er rétt fyrir neðan Ærslabelginn niður við Langasand. Það er víst liðin tíð að þar sé fótbolti æfður. Altsvo á Langasandi. Akraneshöllin er þarna rétt hjá sundlauginni og Norðurálsvellinum sem er aftur á móti rétt hjá Guðlaugu. Þetta er nú svolítið ruglinslegt hjá mér, en staðkunnugir ættu samt að geta áttað sig á þessu öllu saman. Samfellt tún með mörgun mörkum og þessháttar er nú komið alla leið útað Sólmundarhöfða og þar spriklar ungviðið þegar gott er veður.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Í Eyjum allt er fokkings fokk,
fjölmörg um það dæmi,
en talsvert flottan tommustokk,
og tólið gott á Sæmi.
Þorsteinn Briem, 19.7.2019 kl. 10:58
Eyjapeyinn opnar sig
eykst nú vísna kraftur.
Stórlega það styrkir mig
að Steini er kominn aftur.
Sæmundur Bjarnason, 19.7.2019 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.